Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 126

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 126
126 BALDUR ANDRÉSSON Danskur tónfræðingur hefir kveðið upp þenna dóm um lagið: „Lagið er samboðið textanum: „öflugt, ljóðrænt flug, laust við tilgerð og yfirlæti, sem tíðkast í slíkum lög- um, og reist á karlmannlegum þrótti — þar eru kostir fyrstu tónsmíðarinnar, sem hinn ungi listamaður samdi.“ („Dansk Folkelyre“ 1907). Gísli Jónsson ritstjóri segir í grein sinni um Sveinbjörn, að lagið sé greinilega í anda Beethovens. Á öðrum stað tekur hann þannig til orða, er hann hefir lýst hrifningu sinni á unglingsárum, þegar hann heyrði í fyrsta sinn „0, guð vors lands“: „Seinna lærðist honum að skilja, að þótt hann hefði orðið þarna fyrir opinberun, þá var sú opinberun aðeins honum ný, því þetta Ijóð og þetta lag átti, eins og flest önnur listaverk, rætur í fortíðinni, rætur í listaverkum annarra stærri höfunda. Kvæðið fékk sinn innblástur frá Davíðssálmum, og lagið hefði getað verið upphaf að eða grunntónn úr kliðkviðu eftir Beethoven.“ Þessi ummæli bera vitni um skarpskyggni á tónlist. Einmitt í þjóðsöngnum hefir tón- skáldinu tekizt að lyfta sér af Mendelssohns-Schumanns-sviðinu upp í þær hæðir, þar sem andi Beethovens sveif. Þjóðsöngvar þyrftu að vera þannig gerðir, að hver maður ætti auðvelt með að læra þá og syngja. Norski þjóðsöngurinn, „Ja, vi elsker dette landet“ eftir Nordraak, hefir þessa kosti. Laglínan hreyfist þar upp og niður tónstigann, frá einu tónbili til annars, að heita má, og raddsviðið er ekki meira en svo, að flestir geta sungið með. Hins vegar er lag Kröyers við danska þjóðsönginn, „Det er et yndigt Land“, gott dæmi um það, hvernig slík lög eiga ekki að vera. Þetta er skoðun Dana sjálfra. Lagið hefst með fimm- undarstökki og síðar koma enn stærri tónbil. Síðasta hendingin er svo tvítekin að til- efnislausu. Danir hafa mikið rætt þetta og talið þörf á að fá nýtt lag við textann. Þess vegna hafa merk dönsk tónskáld, eins og Thomas Laub og Carl Nielsen, samið ný lög við kvæðið, en þessi lög þeirra hafa ekki fest rætur í dönskum jarðvegi. Þjóðin tekur gamla lagið fram yfir þau. Lag Sveinbjarnar við „Ó, guð vors lands“ er vel gert. hátíðlegt og fagurt, en með réttu hefir verið að því fundið sem þjóðsöng, að það nær yfir of mikið tónsvið og er því vandsungið. En það má ekki gleyma því, að það er upphaflega samið sem lofsöngur við sérstakt tækifæri, en þjóðin sjálf hefir ósjálfrátt gert það að þjóð- söng sínum. Einhver hefir sagt, að sá maður verði þjóðskáld, sem finnur óumdeilan- lega leiðina að lijarta hvers venjulegs manns. Þetta hefir höfundum þjóðsöngvanna, sem ég hefi getið um hér að framan, öllum tekizt. Tónskáldið tileinkaði þjóðsönginn Kristjáni IX konungi, sem heimsótti landið á þús- und ára hátíðinni 1874. I Landsbókasafninu eru geymd tvö eiginhandarrit höfundar að honum. Wilhelm Hansen, Musik Forlag í Kaupmannahöfn, sem gefið hefir út mörg sönglög Sveinbjarnar, átti til skamms tíma útgáfuréttinn, en nú er hann kominn í eigu íslenzka rikisins. Koiiungskantatan verður ávallt talin með höfuðverkum hans. Hún er í fjórum köflum við texta eftir Þorstein Gíslason. Hún er samin í tilefni af heimsókn Friðriks VIII kon- ungs til Islands árið 1907 og er hrífandi fögur. Hún var síðan flutt í Kaupmannahöfn haustið 1909, ásamt öðrum sönglögum eftir Sveinbjörn. Konungsfólkið var þar, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.