Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 139

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 139
LATNESK ÞÝÐING EFTIR ÁRNA MAGNÚSSON? 139 391 (= 234) sleppir auslan (Bpas. I 16327). Þetta atriði er þó varla þýðingarmikið. Þegar hann segir frá Gísli Illugasyni, notar Jón Halldórsson hinn sérstaka Gísls þátt (sbr. Islenzk fornrit III 329—40). Þó hefur hann hér lesháttinn í myrkvastoju, sem finnst annars aðeins í B- og C-gerðunum af Jóns sögu helga (Gþ í jarðstofu, 391 (= 234) til stoju). Ef þessi breyting er ekki frá hendi Jóns Halldórssonar (eða frá handrili Gísls þáttar, sem hann notaði), kynni hann að hafa lekið það úr Gísls þætti, eins og hann er í B-gerðinni af Jóns sögu (sbr. Bpas. I 22124). Þessi þáttur er nefnilega aftast í 392 sem viðbót, og var þaðan afritaður í 391. Auk allra þeirra mismunandi les- hátta, sem Árni tilfærir ekki og Jón Halldórsson ekki heldur, má að lokum geta um atriði, sem bendir eindregið á, að Jón hafi ekki haft sérstakt eintak af C-gerðinni af Jóns sögu. Þegar hann nefnir Illuga Bjarnarson, er hét Hilarius öðru nafni, vitnar hann í Laurentíus sögu, en þetta þyrfti hann ekki að liafa gert. hefði hann haft C-gerðina, því að bæði nöfnin standa í henni (sbr. Bpas. I 159, nmgr. 2). Efni úr 392 hefur því verið bætt inn í 391 einhvern tíma fyrir 1712. þegar Jón Hall- dórsson fékk 391 frá Árna, eða í raun og veru fyrir júlí 1709, þegar Árni sigldi í síðasta sinn út til Islands. Það virðist yfirleitt sennilegast, að þessar viðhætur hafi verið ritaðar í 391 strax eftir að Árni fékk handrilið 392 sumarið 1701 og áður en hann fór út til ís- lands í maí 1702. Við vitum þó ekki, hvenær hann skilaði handritinu 392 aftur til Þor- móðs — sjálfsagt var það fyrir 1712. Við verðum að láta okkur nægja þá niðurstöðu, að þýðingin í 1201 hafi að öllum líkindum verið gerð fyrir veturinn 1701—2 og áreiðan- lega fyrir sumarið 1709. Einasta þýðingin á Jóns sögu helga, sem sögur fara af, var gerð af Árna Magnússyni sjálfum. I dagbók sinni segist Olof Celsius, sænskur maður, hafa hitt Árna og talað við hann í Leipzig -% 1696 og dagana þar á eftir. Hann segir um Árna m. a.: „Jonæ, Epi- scopi Idolensis, vitam et res gestas hade han af Gammal Islændska verterat pá Latin, och sade sig skola skicka henne till Papebrock i Antverpen som der sammansankar och uplagger Vitas sanctorum."3 Að Árni hafi þýtt söguna einhvern tíma fyrir 1696 kemur vel heim við þá niðurstöðu, sem við komumst að hér að framan, að frumrit þýðingarinnar í 1201 hafi verið skrifað ekki fyrr en 1687 (þegar Gísli Einarsson kom til Hafnar) og ekki seinna en 1709 (eða e. t. v. 1702). I sjálfu sér er það ekki ósennilegt, að 1201 geymi afskrift af þýðingu Árna: frumþýðingin var eftir 391, sem var hans handrit, og á þeim árurn var enginn annar í Kaupmannahöfn líklegri en hann til að takast slíkt verk á hendur. Það er ýmis- legt annað. sem er athugavert í þessu sambandi og bendir í sömu átt, þótt það verði ekki sannað með fullri vissu, að þessi þýðing sé verk Árna sjálfs. Nákvæmni þýðingarinnar segir eindregið til um, að sá. sem þýddi söguna, var íslend- ingur og vel að sér í fornritunum. Nokkur persónunöfn eru afbökuð, en það er vitanlega ritaranum að kenna (t. d. Odduga. ísl. Oddný, mislestur fyrir Oddnya; Harfo, ísl. Narfi; Richivus, Richinnus, Richimus, ísl. Rikini). Frumtextinn (391 = 234) hefur nokkur nöfn. sem eru sýnilega afbökuð, en þau haldast óbreytt í þýðingunni: t. d. Guruna (ísl. 1) Levned og Skrifter, 1930, 1:2, bls. 159.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.