Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 140
140
PETER G. FOOTE
Gu(ðlrún), sbr. Bpas. I 183::4, og bæði Arnþrúðr (Arnthruda) og Arnfríðr (Arn-
finda(!), Arnfrida) í jarteikn, þar sem kona er fyrst látin heita Arnþrúðr, en síðar
nefnd Arnfríðr, sbr. Bpas. I 189:!, 11. Eftir þýðingunni sem heild að dæma getur þetta
varla stafað af flýti eða vankunnáttu, heldur af því, að sá, sem þýddi, vildi breyta sem
minnst. Þess er líka að gæta, að það var ekki hægt að skera úr um það, hvort Arnþrúðr
eða Arnfríðr væri réttara, meðan enginn annar texti var við höndina til samanburðar.
Á hinn bóginn eru nokkur erlend nöfn leiðrétt í þýðingunni: Magdeburgensem (391
Magalaborg I, Ovidii. Epistolœ amorum (391 Ovidius epistorum (!)), Alexius Grœcorum
Rex (391 Kirialax girkia). Arni ræðir og leiðréttir þetta síðasta atriði í riti sínu um
íslendingabók Ara (Levned og Skrifter, II 82). Að lokum má benda á skýringu, sem er
bætt við innan sviga: promisitqve se templo Holensi marcam (8 unciarum pondus) ceræ
daturum.
Þrjú ártöl standa í 1201, sem eru ekki í 391: 1052 (Jón fæddur), 1056 (ísleifur vígð-
ur), 1057 (útkoma Isleifs). Þessi ártöl eru í samræmi við tímatal sögunnar og við aðrar
heimildir yfirleitt. og þess vegna er ekki hægt að drepa á það sem sérkennilegt atriði,
sbr. þó Levned og Skrifter, II 75 og áfram.
I latínuritum sínum vitnar Arni Magnússon einstaka sinnum í Jóns sögu og tekur upp
úr henni fáeinar setningar. Hjá honum er þó oftast ekki um beina þýðingu að ræða,
heldur endursögn, og þess vegna er samanburður við 1201-textann gagnslaus að mestu
leyti. Þessir smákaflar geta hvorki sannað né afsannað, að þýðingin sé eftir Árna.
Handritið 393 4to í Árnasafni er annað handrit af Jóns sögu helga, sem Eyjólfur
Björnsson ritaði handa Árna og beint eftir 234. Handritið var sennilega skrifað meðan
Árni dvaldist á Islandi 1702—12. Framan til í þessu handriti er orðalisti á seðli með
hendi Árna. Orðin á listanum eru úr Jóns sögu og sumum þeirra hefur Árni snúið á
latínu. Tilvitnanir í blaðsíðutal sýna, að listinn átti upprunalega heima í 391, en ekki í
393, þótt nokkurum tölum sé breytt í samræmi við nýja handritið. Þau orð og orða-
þýðingar, sem Árni gefur á seðlinum, fylgja hér, ásamt orðum sem notuð eru í tilsvar-
andi köflunum í 1201 (stafsetning er samræmd, en myndir óbreyttar) :
Orðalisti Arna
1. nám — doctrina
2. höfugt — tædiosum
3. fyrirsjón — illusio
4. fótskefli — scabellum
5. auðræði — opes
6. höfugt — difficile
7. formæli — concio
8. hugsi — cogitans
9. gnúði —- imminuit
10. hugðumenn — familiares
Latnesk þýðing í 1201
doctrina
cum tædio
cum . . . Ionas animadverteret pastorem
a cæteris pæne illudi
in . . . scabello
divitias
difficile
conciones
cogitans
imminuit
familiaribus