Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 143
UM ÍSLENZKA SÁLMA
143
þegar til í þýzkri útgáfu frá 1529, og í formála fyrir því söngvasafni leggur Lúther til.
að hann verði að jafnaði fyrir valinu sem greftrunarsálmur.
I „Ein New Geseng buchlen. Jungen Bunzel inn Behemen“ 1531, eru prentuð 7 erindi
með yfirskriftinni „Beym grabe“, talin ort af Michael nokkrum Weisse, en stundum
eignuð Lúther, sem ber á rnóti því mjög ákveðinn, að hann sé höfundurinn. í rauninni
er þessi sálmur, sem hefst á orðunum: „Nv last vns den leib begraben . . .“, að efni og
orðalagi stæling á sálmi Prúdentíusar, en hins vegar of lélegur til að kallast þýðing. Það
mun PEO hafa haft í huga, þegar hann í Uppt. nefnir þýðingu þessa þýzka sálms sem
alveg óskylt mál við Prúdentíus. En að telja hann frumortan af þessum Michael Weisse
kemur náttúrlega ekki til nokkurra mála.
Nú fer sálmurinn rétta boðleið frá Þýzkalandi til Danmerkur, eins og Rosenberg
kemst að orði í „Nordboernes Aandsliv“ III, bls. 147: „Prudentii herlige Gravsalme
Jam moesta quiesce querela forekommer först dsk. 1533 i en kluntet Oversættelse af
Mich. Weisses daarlige tyske Behandling: „Nu lader oss hans legomme begraffue“ “.
Með „en kluntet Oversættelse“ á Rosenberg við þýðingu þá, sem komst á siðskipta-
öldinni inn í danska kirkjusöngsbók 1553 (þar 8 erindi), og var oft prentuð síðan, enda
lagt fvrir í norsku kirkjuordínantsíunni, að sálmurinn skuli sunginn, þegar kistunni er
sökkt niður í gröfina (Nv lader oss hans legomme begraffve). Annars er elzta þýðingin
á dönsku af öllum 10 erindunum gerð af Peder Hegelund, skólameistara og síðar biskupi
í Rípum, sem sjálfur hafði ort kvæði á dönsku um „Legemens Opstandelse“. Þýðingin
var gerð aðeins af hinum kunna útdrætti, sem hefst á 30. erindi frumkvæðisins, og hún
var fyrst prentuð í sálmabók Thomissöns, útg. 1586 (ekki í 1. útg. 1569). Fyrirsögnin
er: En Tröstepsalm imod Döden, og upphafsorðin: Met Sorgen oc Klagen holt Maade...
Þessi þýðing Péturs Hegelunds hlaut miklar vinsældir. Er tekið fram í Ritualinum og
sálmabók Kingós, að hún skuli sungin strax eftir prédikun eða líkræðu, við jarðarfarir.
í hinni norsku kirkjuordinantsíu Kristjáns IV. segir, að hafi hinn látni verið lærður
maður, megi gjarnan syngja latneska söngva við greftrun hans, svo sem Si bona etc.,
Media vita etc„ svo og hymnann Jam moesta quiesce querela, og skuli skólabörn syngja
þann hymna fyrir utan húsdyr hins látna. I spor Hegelunds hafa síðan ýmsir andans
menn spreytt sig á að þýða þessar hendingar Prúdentíusar yfir á dönsku, sumir betur
og sumir verr, eins og gengur, en snjöllustu þýðingarnar eru eftir Sundt (og Wexels)
1840, Brostrup Landstad (norskan) og Grundtvig (í Festsalmer, 1864). En tilþrifa-
mestu þýðinguna á Norðurlöndum, utan íslands, og þá sem trúast fylgir frumsálminum,
mun vera að finna handan Eyrarsunds, í sænsku sálmabókinni frá 1819 og síðar, þýð-
andiWallén: AT _ ,
l'lu tystne de klagande Ijuden,
Och stille sig tararnes flöden,
Till liv och odödlighed bjuden
Ar manskan af Gud genom döden.
Fyrsta íslenzka þýðingin, sem kunnugt er um, mun vera sú — eins og Rosenberg
tekur fram í áðurnefndu riti —-, sem birtist á prenti í Psalmaqueri Marteins Einarssonar,