Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 10
LANDSBÓKASAFNIÐ 1968
10
BÓKASAFN Nokkru eftir lát Þórhalls Þorgilssonar bókavarðar (d. 1958,
ÞÓRHALLS ÞORGILS- sbr. Árbók Landsbókasafns 1957-58) keypti Magnús Víg-
SONAR BÓKAVARÐAR lundsson stórkaupmaður og ræðismaður Spánverja hið róm-
anska bókasafn Þórhalls heitins, en liann hafði aflað sér
mikils og fjölþætts bókakostar í rómönskum fræðum.
Landsbókasafn íslands keypti á árinu safn þetta af Magnúsi Víglundssyni, en
safnið hefur sem vonlegt er ekki verið auðugt að ritum á rómönskum málum.
Landsbókasafn keypti á árinu mikinn fjölda sérprentana úr bókasafni Þorsteins
heitins Jósepssonar blaðamanns.
150 ÁRA AFMÆLI 150 ára afmælis Landsbókasafns 28. ágúst 1968 var minnzt
með ýmsum hætti. Hátíðarsamkcma var á sjálfan afmælisdag-
inn, og var hún haldin í Þjóðleikhúsinu. Undirritaður bauð gesti velkomna, en hélt
síðan erindi um sögu safnsins. Þá voru fluttar kveðjur og ávörp, og var fyrst lesið
heillaskeyti, er borizt bafði frá fcrseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, er staddur var
í Noregi.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flutti ávarp og sagði m. a.:
„Undanfarin ár hafa bókasafnsmál þjóðarinnar verið til gagngerrar athugunar.
Hér er um vandasöm mál að ræða, og mikilvægt, að ráð séu ráðin að vandlega
athuguðu máli. Endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar um framtíðarskipulag
bókasafnsmála þjóðarinnar, en mér er þó ánægja að geta skýrt frá því, að nýju
bókasafnshúsi hefur nú verið ákveðinn staður á svæðinu við Birkimel nálægt Hring-
braut. Svo sem kunnugt er, hefur Alþingi stofnað Byggingarsjóð safnahúss, að vísu
lítinn enn sem komið er, en vona verður, að hér reynist mjór mikils vísir. En aug-
ljóst er, að umbætur á högum safnsins mega ekki bíða nýrrar byggingar. Þess vegna
hefur ríkisstj órnin nú boðið Landsbókasafninu að afla sér viðbótarhúsnæðis fyrir
þann hluta safnsins, sem minnst er notaður, til þess að bæta geymsluskilyrði og
starfsskilyrði í sjálfu Safnahúsinu. Auk þess eykst lestrarsalsrými Landsbókasafns-
ins verulega, þegar gistivist Handritastofnunar í húsi Landsbókasafns lýkur og
hún flytur í eigið húsnæði á næsta ári. Það er von mín, að þetta hvort tveggja verði
Landsbókasafni svo miklar hagsbætur um sinn, að við megi una. En menntamála-
ráðuneytið hefur þegar falið landsbókaverði að gera frumtillögur um skipulagsmál
og byggingarmál safnsins, og mun jafnframt leitað álits annarra, innlendra og er-
lendra.“
Þá tók til máls frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, árnaði hinni öldnu
stofnun heilla og las svohljóðandi bréf frá Geir Hallgrímssyni borgarstj óra, er dvald-
ist erlendis um þessar mundir:
„í tilefni af 150 ára afmæli Landsbókasafns íslands hefur Borgarráð Reykjavíkur