Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 133

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 133
KRISTJÁN FJALLASKÁLD OG MATTHÍAS JOCHUMSSON 133 VIII. Úr bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, Móum 28. apríl 1869: „Kristján er fyrir austan, - ég er hræddur um, að hann sé bráðum úr sögunni per Bachum dissolutus atque.------“10 Þegar þetta bréf er skrifað, hefur Matthíasi ekki borizt fregnin um andlát Kristjáns 19 dögum áður. IX. Úr bréfi til séra Eggerts O. Bríms, Móum 25. maí 1869: „0, æ, Stjáni greyið dauður! Með hvaða atburðum veit ég ekki, en nær mér var höggvið, enda þótt við aldrei værum vinir. Eg sakna þess að eiga aldrei von á að heyra neina lífsfrískandi beinakerlingarbögu, því síður hetj ulega hróðrargrein né tröll- aukinn talshátt frá Kristjáns kraftaskáldskapar tröllabotnum til mín kallanda. Krist- jáns brjóst- eða höfuð- eða hugarborg var eins konar Goðafoss (eða gat verið það) eða eins konar Þórisdalur, fullur af forneskju og fjölrömmum kröftum; honum var gefið vald á fáránlegu og fágælu orðfæri, sem börðu í mann heiftar-heilum tilfinning- um. Þó dó hann fyrr en honum auðnaðist að sýna nema aðeins lítinn vott þess, sem í hans skapi bjó og fyrir hann hafði borið. En svona deyja og allir miklir íslendingar. Við erum, í samanburði við menntamenn heimsins, fáeinir auðnuleysingjar, sem lifa hálfa ævi og ekki á öðru en vanheilsu, sorg og brennivíni, háðung og hákarlsruðum - og deyjum fyrr en góðu dagarnir koma o: samræmi og stilling á sál og lífi. Drottinn minn Guð! miskunna þú mér! miskunna þú mér! miskunna þú mér! Þessi bæn er ekki fyrir mér einum, heldur fyrir þér, vinur, og Stjána sál. og öllum, sem á þessu landi hafa dregið, draga enn og munu draga stunur frá þjökuðu og efa- sjúku brjósti. - Það er ekkert böl að deyja, þótt á ungum aldri sé; - ekki heldur að vita ekki, til hvers maður deyr, því það veit enginn hér í lífi, nema píslarvotturinn kannske. - En að vita ekki, til hvers á að lifa, - það er illt og óbætandi. Meðan skáld vor ekki menntast og tignast, - er það satt, að þau eru auðnuleysingj ar, - því þau nota þá gáfuna blindandi og sér og öðrum til vansælu. Mörg skáld yrkj a sér ófrið og amasemi, ekki síður hjá sjálfum sér en öðrum. - Meira um Kr. seinna. Hann er farinn, en því orði vil ég áljúka, að seint munu „Fjöllin“ fóstra orðhagara mann og efldari skáldsál! “11 X. Úr bréfi til Steingríms Thorsteinssonar 22. 6. 1869: „Kristján Jónsson dauður! Menn fóru ekki að hjálpa honum, fyrr en hann var kom- inn að andarslitrum; því fór sem fór; frá barnsbeini var liann truflaður og geggjaður, enda þótt einmitt þar af hafi sprottið sumt, sem hann kvað. Einu sinni kom Kristján einn suður, þá kvað hann þetta, þegar hann reið yfir Stóra-sand: „Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.