Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 128
128 BRÉFASAFNBRYNJÓLFSPÉTURSSONAR vatnssýslu til að sakramentera þar prest í dag, bróðir þinn fer á morgun norður í sýslu sína til að þinga þar í landaþrætu máli. Guðs vinátta og blessan fylgi þér sem fastast ævinlega óskar þinn elskandi skólabróðir Búi Jónsson. Hofsós, dag lOda Februarii 1849. Velborni herra kammerassessor B. Petersen. Orsökin hvar fyrir ég skrifa yðar velborinheitum þetta bréf er sú: að mig langar til að eignast 1 expl. af hvörri þeirri sögu, sem hið nýja félag, er gefur út fornrit (Det nordiske Literatur-Samfund) hefur látið prenta á íslenzku. Ef umboðsmenn félagsins uppfylla þessa beiðni mína, þá vildi ég bækurnar yrði mér sendar með því fyrsta skipi, sem herra Gudmann sendir á Skagafjörð á næstkomandi sumri, en ég lofa að senda andvirði þeirra tilbaka með enu sama skipi. Þar eð ég veit ekki, að hverjum ég skal venda mér í Kaupmannahöfn til að fá ofannefndar bækur, þá dirfist ég að skrifa yðar velborinheitum til, þar ég veit þér eruð einn af fyrirráðendum fé- lagsins og þar að auki mér helzt kunnugur af öllum íslendingum ytra. Yðar velborinheita auðmjúkur þénari G. Brynjúlfsson [Ódagsett, en víst frá haustinu 1850] Elskulegi Brynjólfur Pétursson. Nú sit ég heima á voru kalda föðurláði, sem mér finnst sárkalt, ekki einungis lík- amlega, heldur líka andlega. Eg skyldi ekki leyfa mér að skrifa þér til, ef ekkert væri erindið, því þú munt hafa nógum bréfum að svara, þó mitt gengi undan. En þetta erindi ætla ég að setja seinast í bréfið, af því það getur verið, að það verði - kannske ja — ekki óáríðandi dramatískt momentum í mínu lífsdramati. — Sem sagt, ég er kominn heim, og ég hugsaði, að ég mundi koma til Hafnar aftur með haustskipum. Áður en ég fór, þá sagði Steenstrup, að ég mundi þurfa 1]/) ár til að ljúka mér af. Nú ætla ég að lesa hér í vetur, og ef ég get, og faðir minn hjálpar mér, að koma með póstskipinu og flýta mér eftir megni, því mér er farið að dauðleiðast að geta ekkert átt með mig sjálfur. Hér í Reykjavík er öldungis óver- andi fyrir mína lund, því óvinátta manna er svo aum sem verða má og hvur er upp á móti öðrum, og það kemur að allt of miklu leyti niður á mér, sem þó persónulega er fyrir utan það allt og ekki hef gert neinum manni hér illt, mér vitanlega. Ég vona, að stundirnar líði - þó ég finni fyrirfram að þær verði langar, því hér er engin bók, sem lesandi er í, og enginn maður, sem ég get talað við um það, sem mér þykir skemmtilegt, og sem ég veit, að nokkuð muni sympathisera með mér. Verst þykir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.