Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 128
128
BRÉFASAFNBRYNJÓLFSPÉTURSSONAR
vatnssýslu til að sakramentera þar prest í dag, bróðir þinn fer á morgun norður í
sýslu sína til að þinga þar í landaþrætu máli.
Guðs vinátta og blessan fylgi þér sem fastast ævinlega
óskar þinn elskandi skólabróðir
Búi Jónsson.
Hofsós, dag lOda Februarii 1849.
Velborni herra kammerassessor B. Petersen.
Orsökin hvar fyrir ég skrifa yðar velborinheitum þetta bréf er sú: að mig langar
til að eignast 1 expl. af hvörri þeirri sögu, sem hið nýja félag, er gefur út fornrit
(Det nordiske Literatur-Samfund) hefur látið prenta á íslenzku. Ef umboðsmenn
félagsins uppfylla þessa beiðni mína, þá vildi ég bækurnar yrði mér sendar með því
fyrsta skipi, sem herra Gudmann sendir á Skagafjörð á næstkomandi sumri, en ég
lofa að senda andvirði þeirra tilbaka með enu sama skipi. Þar eð ég veit ekki, að
hverjum ég skal venda mér í Kaupmannahöfn til að fá ofannefndar bækur, þá dirfist
ég að skrifa yðar velborinheitum til, þar ég veit þér eruð einn af fyrirráðendum fé-
lagsins og þar að auki mér helzt kunnugur af öllum íslendingum ytra.
Yðar velborinheita auðmjúkur þénari
G. Brynjúlfsson
[Ódagsett, en víst frá haustinu 1850]
Elskulegi Brynjólfur Pétursson.
Nú sit ég heima á voru kalda föðurláði, sem mér finnst sárkalt, ekki einungis lík-
amlega, heldur líka andlega. Eg skyldi ekki leyfa mér að skrifa þér til, ef ekkert væri
erindið, því þú munt hafa nógum bréfum að svara, þó mitt gengi undan. En þetta
erindi ætla ég að setja seinast í bréfið, af því það getur verið, að það verði - kannske
ja — ekki óáríðandi dramatískt momentum í mínu lífsdramati. —
Sem sagt, ég er kominn heim, og ég hugsaði, að ég mundi koma til Hafnar aftur
með haustskipum. Áður en ég fór, þá sagði Steenstrup, að ég mundi þurfa 1]/)
ár til að ljúka mér af. Nú ætla ég að lesa hér í vetur, og ef ég get, og faðir minn
hjálpar mér, að koma með póstskipinu og flýta mér eftir megni, því mér er farið
að dauðleiðast að geta ekkert átt með mig sjálfur. Hér í Reykjavík er öldungis óver-
andi fyrir mína lund, því óvinátta manna er svo aum sem verða má og hvur er upp
á móti öðrum, og það kemur að allt of miklu leyti niður á mér, sem þó persónulega
er fyrir utan það allt og ekki hef gert neinum manni hér illt, mér vitanlega. Ég vona,
að stundirnar líði - þó ég finni fyrirfram að þær verði langar, því hér er engin bók,
sem lesandi er í, og enginn maður, sem ég get talað við um það, sem mér þykir
skemmtilegt, og sem ég veit, að nokkuð muni sympathisera með mér. Verst þykir