Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 145

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 145
BÓKAEJGN AUSTUR-HÚNVETNINGA 1800-1830 145 Það sem hvað mesta athygli vekur við athugun skránna um veraldlegar bækur í dánar- og skiptabúunum, er hve tiltölulega lítið hefur verið til af Islendingasögum, og þá einkum vegna þess, að orð hefur legið á, að á undanförnum öldum hafi það verið helzta tómstundagaman landsmanna að lesa upp úr þeim á kvöldvökum. Sú spurn- ing vaknar, hvort sögurnar hafi ef til vill verið til skrifaðar, og er erfitt að fullyrða nokkuð um það. Þó má benda á, að á nokkrum stöðum er þess sérstaklega getið, að bækur séu skrifaðar, eða manuskript, og eru þær metnar til fjár í búunum eins og prentaðar bækur. ÞINGEYRAR I Þingeyraprestakalli eru til húsvitj unarbækur frá öllum árum milli 1800 og 1830, en færslur eru misjafnlega rækilegar. Frá 1800 lil 1808 eru færð bæjanöfn og íbúa, stétt, aldur, hvort menn eru fermdir og hvort þeir kunna að lesa. Auk þess er frá því skýrt 1803, hve langt börn séu komin í að læra fræðin, og 1805 er bókaeign færð á nokkrum bæjrnn. Samkvæmt húsvitjunarbók er búið á 30 bæjum í prestakallinu 1809 og gerð grein fyrir bókaeign 23 heimila. Bækur Þingeyraklausturs eru ekki taldar. Á tveimur bæjum er þess aðeins getið, að bækur séu nægar, en á fjórum bæjum vantar allar athugasemdir um bækur. Þrátt fyrir þetta er bókafærslan 1809 hin gleggsta á um- ræddu 30 ára tímabili. I húsvitjunarbókinni frá 1809 er víða getið hegðunar barna og vinnufólks, og 1811 er gerð nákvæm grein fyrir framkomu bænda og eiginkvenna þeirra. Verða hér nefnd til gamans nokkur dæmi um, hvaða lýsingarorð prestarnir notuðu. Um börn: næm, ekki ónæm, ónæm, en ekki óþekk, vel næm, auðsveip, dagfarsgóð, ónæm í meira lagi, skýr, óstýrilát. Um vinnufólk: frómt, ráðvant, dyggt, skikkanlegt, sérdeilis ráð- vant, meinlaust, fákunnandi, þægt og gagnlegt. Um húsbændur: siðprúðir, duglegir, ei illa liðnir, vænir, góðgjörðasamir, góðir, forstandugir, valmenni, dagfarsgóðir og drífandi. Um húsfreyjur: skikkanlegar, drífandi, siðsamar, góðkvendi, gæzku- konur, þrifnaðarsamar, af öllum elskaðar maklega, vinnusamar. Við útreikning á meðaltali guðsorðabóka á bæ árið 1809 reyndust 14 bækur á bæ eða alls 325 á 23 bæjum. Skiptust þær þannig: 19-10-5-7-11-38-8-12-9-9-12-35 -4-21-11-11-18-10-9-19-14-15-18. Eftirfarandi 14 guðsorðabækur voru algengastar í prestakallinu (bókstafur í sviga aftan við nafn bókarinnar vísar í skrána á bls. 155-56, þar sem gerð er nánari grein fyrir algengustu guðsorðabókunum): 1. Grallari (a) 28 eint. 2. Passíusálmar (c) 26 - 3. Vídalíns-postilla (b) 19 - 4. ÞórSarbænir (d).........................................................19 _ 5. Hugvekjusálmar (i) 16 - 6. Nýja testamentið (e) ...................................................13 - 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.