Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 134
134
KRISTJAN FJALLASKÁLD OG MATTHÍAS JOCHUMSSON
Hinn forn-íslenzki fatalismus þótti jafnan vera fylgja Kr., eins var hans svipur,
vöxtur, limaburður etc.“12
Til er munnmælasaga um það, að Kristján hafi ort vísuna alkunnu, sem Matthías
tilfærir hér, á ferð suður Sprengisand, en ekki er mark takandi á henni. Hins vegar er
til bréf frá Kristjáni til frænda hans, Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, skrifað 2. nóv-
ember 1864, þar sem fram kemur, að Kristján hefur verið einn á ferð suður Stóra-
sand þá um haustið. Hann segir svo frá:
„Fréttirnar verða engar aðrar en það, að mér gekk ferðin suður mikið vel, enda þótt
ég væri búinn að missa af Hálspiltum. Ég einangraðist svona suður og varð endrum
og eins samferða kaupamönnum, sem þó voru hvorki liðgóðir né skemmtilegir, þeir
höfðu sem sé sinn smjörbelg á hverja hlið og litu því fyrirlitlegu auga til mín, sem
ekki hafði annað en litla malinn minn, en það er aðal og einkunn Sunnlendinga, að
þeir þykjast manna mestir, þegar þeir hafa eitthvað af smjöri undir höndum. Ég fór
suður Sand og varð degi fyrr en þeir Gunnar að Kalmanstungu og beið hans þar og
varð honum samferða hingað.“13
Kristján nefnir ekki vísuna í bréfinu, en óneitanlega eru næsta litlar líkur til, að
hann hafi „einangrazt“ oftar en í þetta sinn á suðurleið.
XI. Úr bréji til Steingríms Thorsteinssonar, Móum 8. okt. 1870:
„Nú eru komin út 4 hefti af kvæðum Kristjáns. Mörg af þeim eru ónýt, en sum prýði-
lega ort, en fæst eftir minni lífsskoðun. Hann dó (löngu fyrr en hann andaðisl'l fyrr
en hann kæmist í samhljóðun við lífsins samhljóðun, fyrr en hann komst út úr „sceptic-
ismans“ hraungrýti, sem venjulega kvelur ungar og gáfaðar sálir. Hans langbeztu
kvæði eru menguð svo myrkum og þróttlitlum fatalismus, að það er hörmung, Bryn-
hildarljóðin eru falleg, og hvað fleira finnst þér gott? Segðu mér það næst. Þú ert
langbezti æsthetikus íslands.“14
XII. Úr ritdómi í Þjóðólfi 28. maí 1879:
„Það, sem svo grátlega spillti hinum aflmikla og upphaflega háa anda Kristjáns
Jónssonar, var það, að honum auðnaðist ekki að festa anda sinn nógu snemma við til-
svaranda lífsskoðun; tilveran birti honum ekki sín helgu fjöll, sína helgu hornsteina;
lífsins myndir birtust honum sundurlausar og sem næturmyndir, sem grýlur eða skrípi;
hans andans augu hafa á einhvern hátt snemma sýkzt eða truflazt, svo að hans miklu
gáfu naut vart til hálfs við það, sem vænta mátti, hefði braut hans orðið önnur, eða
réttara að segja, verið frá upphafi önnur. En meira um hann, ef Guð lofar, í annað
sinn.“
XIII. Úr grein um Jónas Hallgrímsson í Lýð 28. febrúar 1890:
„Nýlega hefir hér á Akureyri verið prentuð áskorun um að skjóta fé saman fyrir
minnismark á leiði Kristjáns skálds Jónssonar. Því fyrirtæki viljum vér ekki spilla, en
ekki getum vér varizt að benda á, hve miklu nær eyfirzku fólki stæði að reisa minnis-
merki slíkum afbragðsmanni sem Jónasi. Kveðlingar Kristjáns bera að vísu vott um