Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 134

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 134
134 KRISTJAN FJALLASKÁLD OG MATTHÍAS JOCHUMSSON Hinn forn-íslenzki fatalismus þótti jafnan vera fylgja Kr., eins var hans svipur, vöxtur, limaburður etc.“12 Til er munnmælasaga um það, að Kristján hafi ort vísuna alkunnu, sem Matthías tilfærir hér, á ferð suður Sprengisand, en ekki er mark takandi á henni. Hins vegar er til bréf frá Kristjáni til frænda hans, Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, skrifað 2. nóv- ember 1864, þar sem fram kemur, að Kristján hefur verið einn á ferð suður Stóra- sand þá um haustið. Hann segir svo frá: „Fréttirnar verða engar aðrar en það, að mér gekk ferðin suður mikið vel, enda þótt ég væri búinn að missa af Hálspiltum. Ég einangraðist svona suður og varð endrum og eins samferða kaupamönnum, sem þó voru hvorki liðgóðir né skemmtilegir, þeir höfðu sem sé sinn smjörbelg á hverja hlið og litu því fyrirlitlegu auga til mín, sem ekki hafði annað en litla malinn minn, en það er aðal og einkunn Sunnlendinga, að þeir þykjast manna mestir, þegar þeir hafa eitthvað af smjöri undir höndum. Ég fór suður Sand og varð degi fyrr en þeir Gunnar að Kalmanstungu og beið hans þar og varð honum samferða hingað.“13 Kristján nefnir ekki vísuna í bréfinu, en óneitanlega eru næsta litlar líkur til, að hann hafi „einangrazt“ oftar en í þetta sinn á suðurleið. XI. Úr bréji til Steingríms Thorsteinssonar, Móum 8. okt. 1870: „Nú eru komin út 4 hefti af kvæðum Kristjáns. Mörg af þeim eru ónýt, en sum prýði- lega ort, en fæst eftir minni lífsskoðun. Hann dó (löngu fyrr en hann andaðisl'l fyrr en hann kæmist í samhljóðun við lífsins samhljóðun, fyrr en hann komst út úr „sceptic- ismans“ hraungrýti, sem venjulega kvelur ungar og gáfaðar sálir. Hans langbeztu kvæði eru menguð svo myrkum og þróttlitlum fatalismus, að það er hörmung, Bryn- hildarljóðin eru falleg, og hvað fleira finnst þér gott? Segðu mér það næst. Þú ert langbezti æsthetikus íslands.“14 XII. Úr ritdómi í Þjóðólfi 28. maí 1879: „Það, sem svo grátlega spillti hinum aflmikla og upphaflega háa anda Kristjáns Jónssonar, var það, að honum auðnaðist ekki að festa anda sinn nógu snemma við til- svaranda lífsskoðun; tilveran birti honum ekki sín helgu fjöll, sína helgu hornsteina; lífsins myndir birtust honum sundurlausar og sem næturmyndir, sem grýlur eða skrípi; hans andans augu hafa á einhvern hátt snemma sýkzt eða truflazt, svo að hans miklu gáfu naut vart til hálfs við það, sem vænta mátti, hefði braut hans orðið önnur, eða réttara að segja, verið frá upphafi önnur. En meira um hann, ef Guð lofar, í annað sinn.“ XIII. Úr grein um Jónas Hallgrímsson í Lýð 28. febrúar 1890: „Nýlega hefir hér á Akureyri verið prentuð áskorun um að skjóta fé saman fyrir minnismark á leiði Kristjáns skálds Jónssonar. Því fyrirtæki viljum vér ekki spilla, en ekki getum vér varizt að benda á, hve miklu nær eyfirzku fólki stæði að reisa minnis- merki slíkum afbragðsmanni sem Jónasi. Kveðlingar Kristjáns bera að vísu vott um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.