Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1968 13
Áður en samkomunni í Þj óðleikhúsinu var slitið, mælti undirritaður fáein þakkar-
orð og sagði þá m. a.:
Ég færi fyrst dr. Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra beztu þakkir fyrir árnaðar-
orð hans í garð Landsbókasafns. Honum er það raunar ættgengt að mæla hlýlega til
safnsins, því að faðir hans, ritstjórinn og skáldið Þorsteinn Gíslason, orti á sínum
tíma ljóð, er sungin voru, bæði þegar Safnahúsið var vígt 1909 og á aldarafmæli Lands-
bókasafns 1918.
Ég fagna mjög þeim tíðindum, er ráðherra flutti oss um lóð þá, er yfirvöld Reykja-
víkurborgar hafa nú gefið ákveðið fyrirheit um. Fyrir vikið er fengið það jarðsam-
band, sem er frumskilyrði þess, að hægt sé að fara að leggja niður fyrir sér, hvernig
hið nýja bókasafnshús eigi að vera.
Ég færi einnig borgaryfirvöldum beztu þakkir fyrir skilning þeirra og samvinnu í
þessu máli, og þá einkum Geir Hallgrímssyni borgarstjóra og Páli Líndal borgarlög-
manni, formanni Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar.
Þá þakka ég loks menntamálaráðherra orð þau, er hann hafði um bráðabirgðahús-
næði undir þær bækur safnsins, sem lílt reynir á, en vér verðum þó að geta gripið til.
Með því að flytja þær brott úr safninu er hægt að rýma fyrir þeim bókaflokkum,
sem vér verðum alltaf að hafa við höndina.
Ég vík þá máli mínu til forseta borgarstjórnar, frú Auðar Auðuns, sem komið hefur
til þessa fundar færandi hendi, og flyt henni og borgarstjórn Reykjavíkur beztu
þakkir.
Gjöf Reykj avíkurborgar er afar kærkomin og gerir oss nú kleift að afla mynda
af nokkrum þúsundum íslenzkra bréfa eða bréfa til Islendinga í dönskum söfnum.
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur kannaði á árunum 1956-58 bréfasöfn íslend-
inga í nokkrum helztu söfnum Kaupmannahafnar og samdi um þau skrá, sem nú er til
bæði í Landsbókasafni íslands og Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. En þar
er vísað til hvorki meira né minna en um 50 þúsund bréfa.
Af einstökum söfnum má nefna bréfasöfn slíkra manna sem Finns Magnússonar,
Jóns Árnasonar, Þorvalds Thoroddsens, Boga Melsteðs og Finns Jónssonar.
Þess má geta til fróðleiks og gamans, að Finnur Magnússon vann um skeið eða
1803-06 á skrifstofu land- og bæjarfógetans í Reykjavik og er því í rauninni í hópi
hinna elztu bæjarstarfsmanna. —
Þá þakkaði undirritaður hinum erlendu fulltrúum komuna, kveðjur þeirra og góðar
gjafir, ennfremur Fóstbræðrum snjallan söng, er komið hefði eins og hressandi blær
eftir öll ræðuhöldin.
Að lokinni samkomunni í Þjóðleikhúsinu var gengið yfir í Safnahúsið og þar skoð-
uð sýning á ýmsum Jjáttum úr sögu Landsbókasafns á liðnum 150 árum. Var sýningin
Jsennan dag bæði í anddyri hússins og í lestrarsal Landsbókasafns, en sýningarborð í
lestrarsal voru daginn eftir flutt flestöll ofan í anddyrið, þar sem sýningin stóð fram
í októberbyrj un.