Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 143

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 143
BÓKAEIGN AUSTUR-HÚNVETNINGA 1800-1830 143 inu fyrir 1750 hafa húsvitjunarbækur aðeins varðveitzt úr tveimur prestaköllum, Þykkvabæj arklaustri og Kálfafelli í Fljótshverfi. Frá tímabilinu 1751-1780 hafa varð- veitzt bækur úr 29 prestaköllum. En 1748 var 191 prestakall á landinu. Eftir 1780 hefur færsla húsvitj unarbóka færzt í vöxt og þó aðallega eftir 1784, þegar biskupar sendu prestum umburðarbréf með fyrirmælum um, að það skyldi gert nákvæmlega. í Austur-Húnavatnssýslu eru elztu húsvitj unarbækur, sem varðveitzt hafa, frá 1784, en í yfirlitinu yfir einstök prestaköll er gerð nánari grein fyrir, hvað varðveitt er frá árabilinu 1800-1830. Sama form er á flestum húsvitj unarbókum frá þessum tíma. Opnunni er skipt í níu dálka, sem merktir eru: bær, nafn, stétt, aldur, fermdur, lestur, hegðun, kunnátta og bækur, eða bækur í húsinu. Mikið vantar þó á, að allir þessir liðir séu færðir nákvæm- lega á ári hverju, eins og fram kemur í yfirlitinu yfir bókaeignina. Sumstaðar láta prestarnir sér t. d. nægja að geta breytinga, sem orðið hafa frá ári til árs. I húsvitjunarbækurnar er aðeins færð guðsorðabókaeign heimilanna, en með alhug- un dánar- og skiptabúa má fá hugmynd um hlutfall milli þeirra og veraldlegra bóka. I þeim dánar- og skiptabókum, sem þessi athugun nær til, voru veraldlegar bækur 4,8-14,9%. Prestaköllin í A.-Húnavatnssýslu voru níu á umræddu árabili, en í yfirlitinu yfir bókaeignina verður að sleppa tveimur. Úr öðru þeirra, Blöndudalshólum (og Holta- stöðum), eru engar húsvitjunarbækur til eldri en frá 1860. Úr hinu, Hofi á Skaga- strönd (og Spákonufelli), er ekkert yfirlit hægt að fá yfir bókaeign úr þeim fáu slitrum húsvitjunarbóka, sem varðveitzt hafa. Prestaköllin, sem athugunin nær til, eru því: Þingeyrar, Hjaltabakki, Undirfell, Grímstungur, Auðkúla (og Svínavatn), Bergsstaðir (og Bólstaðarhlíð) og Höskulds- staðir. Upplýsingar eru unnar úr húsvitjunarbókunum á þann hátt, að valið er það ár á 30 ára tímabilinu, sem bókaeignin er færð á flestum bæjum. Sumstaðar er ekki úr neinu að velja, færsla aðeins til frá einu ári. Til þess að sem mest samræmi yrði í yfirlitinu yfir bókaeignina, var leitazt við að nota færslur frá sem líkustum tíma. I einu prestakalli, Þingeyrum, var engin færsla til yngri en frá 1809, en í öllum hinum er miðað við færslur milli 1823 og 1830. I hverju prestakalli eru taldar allar bækur, sem skráðar eru í húsvitj unarbækurnar umrædd ár, og skýrt frá því, hvernig þær skiptast niður á bæina. Þá er reiknuð meðal- bókaeign á bæ og loks gerð nánari grein fyrir nokkrum algengustu bókunum í hverju kalli, en fjöldi þeirra miðaður við meðalbókaeignina. Vegna þess, hve reitirnir, sem ætlaðir voru til að færa bókaeign í húsvitjunarbæk- urnar, voru litlir, reyndu prestarnir að stytta nöfn bókanna eins og unnt var. Tókst þó að hafa upp á öllum algengustu guðsorðabókunum í skránni um Fiske-safnið í íþöku og Bibliolheca Danica. Sömu skrár voru notaðar til þess að hafa upp á eins mörgum veraldlegum bókum í dánar- og skiptabúum og unnt var. I töflunum um algengustu guðsorðabækur í hverju prestakalli, eru bókstafir í svig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1335
Tungumál:
Árgangar:
22
Fjöldi tölublaða/hefta:
71
Skráðar greinar:
126
Gefið út:
1945-1975
Myndað til:
1975
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Landsbókasafn Íslands (1944-1975)
Efnisorð:
Lýsing:
Fræðirit. Bókaskrár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað: Megintexti (01.01.1969)
https://timarit.is/issue/230875

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Megintexti (01.01.1969)

Aðgerðir: