Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 143
BÓKAEIGN AUSTUR-HÚNVETNINGA 1800-1830
143
inu fyrir 1750 hafa húsvitjunarbækur aðeins varðveitzt úr tveimur prestaköllum,
Þykkvabæj arklaustri og Kálfafelli í Fljótshverfi. Frá tímabilinu 1751-1780 hafa varð-
veitzt bækur úr 29 prestaköllum. En 1748 var 191 prestakall á landinu. Eftir 1780
hefur færsla húsvitj unarbóka færzt í vöxt og þó aðallega eftir 1784, þegar biskupar
sendu prestum umburðarbréf með fyrirmælum um, að það skyldi gert nákvæmlega.
í Austur-Húnavatnssýslu eru elztu húsvitj unarbækur, sem varðveitzt hafa, frá 1784,
en í yfirlitinu yfir einstök prestaköll er gerð nánari grein fyrir, hvað varðveitt er frá
árabilinu 1800-1830.
Sama form er á flestum húsvitj unarbókum frá þessum tíma. Opnunni er skipt í níu
dálka, sem merktir eru: bær, nafn, stétt, aldur, fermdur, lestur, hegðun, kunnátta og
bækur, eða bækur í húsinu. Mikið vantar þó á, að allir þessir liðir séu færðir nákvæm-
lega á ári hverju, eins og fram kemur í yfirlitinu yfir bókaeignina. Sumstaðar láta
prestarnir sér t. d. nægja að geta breytinga, sem orðið hafa frá ári til árs.
I húsvitjunarbækurnar er aðeins færð guðsorðabókaeign heimilanna, en með alhug-
un dánar- og skiptabúa má fá hugmynd um hlutfall milli þeirra og veraldlegra bóka.
I þeim dánar- og skiptabókum, sem þessi athugun nær til, voru veraldlegar bækur
4,8-14,9%.
Prestaköllin í A.-Húnavatnssýslu voru níu á umræddu árabili, en í yfirlitinu yfir
bókaeignina verður að sleppa tveimur. Úr öðru þeirra, Blöndudalshólum (og Holta-
stöðum), eru engar húsvitjunarbækur til eldri en frá 1860. Úr hinu, Hofi á Skaga-
strönd (og Spákonufelli), er ekkert yfirlit hægt að fá yfir bókaeign úr þeim fáu slitrum
húsvitjunarbóka, sem varðveitzt hafa.
Prestaköllin, sem athugunin nær til, eru því: Þingeyrar, Hjaltabakki, Undirfell,
Grímstungur, Auðkúla (og Svínavatn), Bergsstaðir (og Bólstaðarhlíð) og Höskulds-
staðir.
Upplýsingar eru unnar úr húsvitjunarbókunum á þann hátt, að valið er það ár
á 30 ára tímabilinu, sem bókaeignin er færð á flestum bæjum. Sumstaðar er ekki
úr neinu að velja, færsla aðeins til frá einu ári. Til þess að sem mest samræmi yrði
í yfirlitinu yfir bókaeignina, var leitazt við að nota færslur frá sem líkustum tíma.
I einu prestakalli, Þingeyrum, var engin færsla til yngri en frá 1809, en í öllum
hinum er miðað við færslur milli 1823 og 1830.
I hverju prestakalli eru taldar allar bækur, sem skráðar eru í húsvitj unarbækurnar
umrædd ár, og skýrt frá því, hvernig þær skiptast niður á bæina. Þá er reiknuð meðal-
bókaeign á bæ og loks gerð nánari grein fyrir nokkrum algengustu bókunum í hverju
kalli, en fjöldi þeirra miðaður við meðalbókaeignina.
Vegna þess, hve reitirnir, sem ætlaðir voru til að færa bókaeign í húsvitjunarbæk-
urnar, voru litlir, reyndu prestarnir að stytta nöfn bókanna eins og unnt var. Tókst
þó að hafa upp á öllum algengustu guðsorðabókunum í skránni um Fiske-safnið í
íþöku og Bibliolheca Danica. Sömu skrár voru notaðar til þess að hafa upp á eins
mörgum veraldlegum bókum í dánar- og skiptabúum og unnt var.
I töflunum um algengustu guðsorðabækur í hverju prestakalli, eru bókstafir í svig-