Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Page 15
LANDSBÓKASAFNIÐ 1968 15 verkið Laurids de Thurah Den danske Vitruvius 3. del. Udgivet pá grundlag af manu- scriptet i Det kongelige Bibliotek. Gj öfinni fylgdu heillaóskir og þakkir fyrir samvinnu á liðnum árum. Ríkishókasafnið í Berlín sendi bókina: Die deutsche Staatsbibliotliek und ihre Kost- harkeiten, Weimar 1966. En jafnframt barst afmælisbréf frá forstöðumanni safnsins, dr. Horst Kunze. Þær gjafir, sem nú hafa verið taldar, voru sýndar á afmælissýningu safnsins. I. P. Kondakov, forstöðumaður Ríkisbókasafns Sovétríkjanna, þ. e. Leninsafnsins i Moskvu, árnaði Landsbókasafni heilla í bréfi, er barst á afmælinu, og gat þess, að hann hefði sent áleiðis lil safnsins nokkrar rússneskar bækur, er fjölluðu um Island eða íslenzk efni. Nokkrar fleiri gjafir bárust eftir afmælið: Sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzkalands, Henning Thcmsen, sendi ásamt bréfi verkið Bucheinbande aus elf Jahrhunderten, gefið út á vegum Bayerische Staatsbiblio- thek 1959. Seint á árinu barst svo hréf frá sendiráðinu, þar sem það tilkynnti, að Þýzka rannsóknarráðið (Deutsche Forschungsgemeinschaft) í Bad Godesberg vildi gefa Landsbókasafninu í tilefni af 150 ára afmæli þess myndarlega hókagjöf og skyldum vér sjálfir velja bækurnar. Henning Thomsen sendiherra afhenti gjöf þessa í þýzka sendiráðinu mánudaginn 16. júní sl. að viðstöddum menntamálaráðherra, ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu og landsbókaverði. Brezka sendiráðið í Reykjavík tilkynnti í hréfi 15. ektóber, að brezka stjórnin hygð- ist gefa Landsbókasafni afmælisgjöf, bækur eftir eigin vali. Vér kusum oss skrá þá hina miklu um bækur prentaðar á 15. öld, varðveittar í British Museum, þann hluta hennar, sem þegar hefur verið prentaður: Catalogue of books printed in the XVth century now in the British Museum, Lithographic reprint of parts I-IX. — Brezki sendiherrann í Reykjavík, A. S. Halford MacLeod, og Brian Holt ræðismaður komu í Landsbókasafn 26. febrúar sl. og afhentu umrædda bókagjöf. Á afmæli Landsbókasafns gat ég þess, að dótturbörn Benedikts Jónssonar á Auðn- um, þau Sigríður og Jón Bjarklind skrifstofustjóri, hefðu ákveðið að gefa Landsbóka- safni bréfasafn hans og ýmis önnur gögn. Eru þetta mjög merkar heimildir, og munum vér væntanlega síðar birta í Árbók nokkur bréf úr safni Benedikts. Nýsettur þjóðminjavörður, Þór Magnússon, færði Landsbókasafni að gjöf í tilefni afmælis þess eiginhandarrit Gísla Konráðssonar að Rímum af Þórði kakala, mjög fal- legt handrit, og fylgdi gjöfinni svofelld greinargerð Þórs um handritið: „Þetta eiginhandarrit Gísla Konráðssonar að rímum af Þórði kakala gaf mér Þor- steinn Díómedesson á Hvammstanga fyrir um það hil 13 árum. Díómedes faðir hans keypti það af manni, er hann var við sjóróðra á Skagaströnd um aldamótin, fyrir einn eldspýtustokk. Hefur Díómedes sennilega látið hinda handritið að nýju, og eru fyll- ingarnar með hendi Guðmundar bróður lians, að því er Þorsteinn telur. - Áður hefur Maren Havsteen í Neðstabæ í Norðurárdal, A.-Hún., átt handritið. Hún var þriðja kona sr. Björns Þorlákssonar á Höskuldsstöðum. Á undan henni hefur Níels Jónsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.