Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 120

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 120
120 GAMLI BÓKASKÁPURINN hátturinn var nú annar, en tilgangur landnámsins hinn sami, að öðlast frelsi frá óstjórn og áþján og gefa niðjunum tækifæri til velmegunar og andlegs þroska. Það var því ekki aðeins ylur í endurminningunum um forna frægð feðranna, heldur og hvöt til dáða og von um velfarnað að lokum. í þessu safni kveður mjög að ljóðabókum frá ýmsum tímum. Segir val slíkra bóka sína sögu um smekk og listhneigð þessa fólks. Fróðlegt er að veita því eftirtekt, að alls konar merki og undirstrikanir eru hér og hvar í þessum bókum, eða á lausum miðum, einkum í sambandi við ættjarðarljóð Bjarna og Jónasar. Voru ljóð þeirra augsýnilega oft lesin á samkomum og kennd börnum í heimahúsum. Einkennileg og næsta spaugileg er spássíugrein, þar sem birt er lofkvæði Bjarna um Friðrik 6. Dana- konung. Þar stendur með skýrri blýantsskrift „Sá lánaði nú reiðinginn.“ Hefir hónd- anum, sem krotaði þessi orð, ofboðið hið væmna lof, sem skáldið ber á kóng þennan. Svo stóð á, að Eyjafjallajökull gaus um þessar mundir. Skáldið notar tækifærið til að láta jökulinn taka ofan og skjóta flugeldum kóngi til lofs og dýrðar. Landsmenn eru áminntir um að feta hrópandi „í fótspor fjallsins“ og biðja kóngi langra lífdaga. Það merkilega er, að þessi íslenzki bóndi vestur á sléttum Ameríku er kunnugur stjórnarferli þessa danska einvaldskonungs, viðkvæmur fyrir sóma þjóðar sinnar og nógu hugrakkur til að gera athugasemd við kvæði liins viðurkennda stórskálds, er honum finnst dómgreind þess fara út um þúfur frammi fyrir konungsvaldinu. Orðin: „Sá lánaði nú reiðinginn“ - eru augsýnilega íslenzkt bændamál, þar sem vikið er að getuleysi einhvers, sem var beðinn sérstakrar bónar. Hefur þetta ef til vill verið tals- háttur og fremur niðrandi að merkingu. En Islendingar kysstu vöndinn á þeim árum, og sannaðist á mörgum þeirra hið forna spakmæli: „Margur kyssir á þá höndina, sem hann vildi af væri.“ Bónda þessiun hefur ef til vill dottið í hug samlíkingin, sem að er vikið, er hann minntist þess, hve getulaus og óheppinn Friðrik 6. var í ríkis- stjórn sinni. En hann tapaði Noregi í hendur Svíum og íslandi í hendur Jörundar um skeið. En það, að konungdómur Jörundar á íslandi varð skammær, hefur víst aldrei verið sett í tekjudálk Friðriks 6. Annars má sjá það af ýmsu, að íslenzkum landnemum vestan hafs var uppsigað við Dani, einkum Danakonunga. Munu þessir konungar hafa orðið eins konar persónugervingar afturhalds og þvingunar, ef ekki bein orsök þess, að þessir menn töldu það eitt úrræði á þeim árum að flýja land. Meðal skáldanna er Sigurður Breiðfjörð framarlega á bekk. Hann var einnig al- þýðumaður, sat aldrei á skólabekk og varð oft fyrir barðinu á hortugum embættis- mönnum. Allt slíkt skapaði honum ríka samúð almennings. Eins og kunnugt er, var hann helzta rímnaskáld síns tíma, en þótt sá kveðskapur væri lærðum mönnum lítt að skapi, stytti hann mörgum langar kvöldvökur. Sigurður orti um ýmis efni, útlend sem innlend, og lét móðan mása. Margir af rímnaflokkum hans voru í safni þessu, og ýmsir ljóðelskir menn í sveitinni kunnu að sögn langar drápur eftir hann utanbókar. Augljóst er af safninu, að þessir bændur létu sér ekki nægja það, sem þeir komust yfir af íslenzkum bókmenntum, en seildust lengra til fanga. Hómer komst snemma í hendur þeirra í þýðingu Sveinbjarnar. Sagan af Ódysseifi hefur augsýnilega verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.