Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 17
17
LANDSBÓKASAFNIÐ 1968
hinn 19. september. Hafði ég þá í höndum prentaða skrá um gjöfina, er Ólafur Pálma-
son bókavörður hafði samið. Torkil Olsen háskólabókavörður þakkaði gjöfina, en
jafnframt tók til máls Hans Bekker-Nielsen kennari (afdelingsleder) við Odense-há-
skóla og mælti bæði á dönsku og íslenzku. Hann hafði með öðrum unnið að því að
koma íslenzku bókunum mjög haglega fyrir í lestrarsal safnsins, og voru þær liafðar
þar til sýnis á aðra viku.
Ýmsum gestum var boðið til þessarar athafnar 19. september, svo sem íslenzku
sendiherrahjónunum í Kaupmannahöfn, Gunnari og Völu Thoroddsen, rektor Odense-
háskóla, Mogens Brpndsted, o. fl.
íslenzku ræðismannshjónin í Odense, Arne Nielsen og frú Margrét, sem er íslenzk,
buðu til kvöldverðar, en að honum loknum flutti ég erindi á vegum Háskólabókasafns-
ins um Sveinbjörn Egilsson og Carl Christian Rafn. Háskólabókasafnið hefur nú látið
prenta erindið sem hið fyrsta í erindaflokki tileinkuðum Rafni (C. C. Rafns forelæs-
ninger).
SJÓNVARPSÞÁTTUR íslenzka sjónvarpið lét gera hálftíma þátt um Landsbókasafnið
og starfsemi þess, og var þátturinn á dagskrá þess 9. október.
Magnús Bjarnfreðsson annaðist upptöku af hálfu sjónvarpsins.
FRÍMERKI Póst- og símamálastj órnin lét gera sérstakt frímerki í tilefni af
150 ára afmæli Landsbókasafns. Verðgildi er tvenns konar, fimm
krónur og tuttugu krónur, og hvort merkið í sínum lit. Á merkinu er mynd tekin í
aðallestrarsal safnsins.
John C. Fiske, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna á Islandi, færði
9. október Landsbókasafni að gjöf sérstaka möppu, er póststjórnin ameríska hafði látið
gera og í voru frímerki með mynd Leifs Eiríkssonar, út gefin á þessum minningardegi
hans. Gjöfinni fylgdu nokkur fyrsta dags umslög með merki Leifs.
SÝNINGAR Þessar sýningar voru haldnar á árinu: íslenzk bókmerki, 6. jan-
úar-29. febrúar; Erlent fornprent í Landsbókasafni, 11. marz-
27. apríl; Eggert Olafsson í minningu 200. ártíðar hans, maímánuð; Úr skákritagjöf
Willards Fiskes, júní og júlí; Afmælissýning Landsbókasafns, 28. ágúst-4. október;
Jón Thoroddsen í minningu 150 ára afmælis hans, 5. okt.-5. nóv.; Arngrímur Jónsson
lærði, fjögurra alda minning, 9. nóv—7. des., Bibbia di Borso d’Este, 20. des.-6. jan.
1969.
Aðalumsjónarmaður með sýningum þessum var Ólafur Pálmason bókavörður, en
að undirbúningi þeirra unnu jafnframt bókaverðirnir Nanna Ólafsdóttir, Haraldur
Sigurðsson og Ólafur F. Hjartar.
2