Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 21

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 21
Heimsverzlun: Búizt við margffaldri aukningu sovézk - bandarískra viðskipta V-Evropumenn leita markaða í öðrum A-Evrópuríkjum fyrir framleiðslu sína Viðskipti Sovétríkja.nna og annarra Austur-Evrópuríkja við Vestur-Evrópu og Banda- ríkin, hafa aukizt verulega á undanförnum árum og öll sól- armerki benda til þess, að við- skiptin aukizt enn meira á komandi árum, eða jafnvel áratugum. Viðskipta- og verzl- unarfræðingar eiga aftur á móti erfitt með að gera sér ljóst, hve mikil aukningin verður eða inn á hvaða svið iðnaðar og verzl'unar hún beinist. Hingað til hafa komm- únistaríkin sótzt cinna mest eftir véla- og tækjakaupum á Vesturlöndum. Sovétríkin og öll A-Evrópa eru talsvert á eftir Vestur- löndum í ýmsum iðngreinum og til þess að komast jafn- fætis þeim verða fyrrgreind ríki að kaupa tækniþekkingu og nýjustu tæki frá hinum síðarnefndu. Fátt bendir til þess, að dregið verði úr um- ræddum viðskiptum á næsta áratug, heldur má búast við talsverðri aukningu, eins og fyrr sagði. EIGA SOVÉTMENN NÓG AF ERLENDUM GJALDEYRI? Sérfræðingar viðskiptalífs Vesturlanda velta vöngum yf- ir því, hvort Sovétríkin og A- Evrópa geti greitt í hörðum erlendum gjaldeyri fyrir iðn- tækniþekkinguna og tækin, sem þau þurfa aði flytja inn. Umræddir sérfræðingar segja, að erfitt sé að spá um greiðslugetu kommúnistaríkj- anna, enda byggist hún á því, hve mikið umrædd ríki geti sjálf selt öðrum ríkjum heims- ins af vörum og vélum fyrir gjaldeyri. Sovétmenn hafa oft gripið til þess ráðs, að selja t. d. gull á gjaldeyrismörkuðr um V-Evrópu, til þess að afla sér erlends gjaldeyris. Þá þurfa umrædd ríki einnig að tryggja sér góð lánakjör hjá vestrænum lánastofnunum, og fá ríkisstjórnir umræddra við- skiptalanda til þess að ábyrgj- ast söluna til Sovétríkjanna. HVAÐ VILJA KOMMÚNISTARÍKIN KAUPA? Hagfræðingar segja, að erf- itt sé að gera sér í hugarlund getu Sovétríkjanna og A-Evr- ópu, til að auka viðskiptin við önnur lönd í gjaldeyrisöfl- unarskyni. Þessi atriði byggj- ast á stjórnmálaástandinu í viðkomandi ríkjum hverju sinni á fimm ára fram- kvæmdaáætlunum þeirra. Sér- fræðingar segja, að fimm ára áætlanir gefi engar vísbend- ingar um hve mikið vöru- magn kommúnistríkin þurfi frá Vesturlöndum til þess að framkvæma umræddar áætl- anir. Fimm ára áætlanir fyrir tímabilið 1976-80 eru enn á frumstigi og gefa því enga hugmynd um þarfir umræddra ríkja. Áætlanirnar fyrir 1971- 75 gefa aftur á móti nokkra hugmynd um viss svið heild- arframkvæmdanna á tímabil- inu, en veita engar upplýsing- ar um vöru- eða vélaþörf ríkj- anna frá öðrum ríkjum en þeim, sem tilheyra Comecon- Þrátt fyrir uppskerubrest og mikla gjaldeyriseyðslu vegna kaupa á korni erlendis frá, hafa sovézk stjórnvöld ekkert dregið úr véla- og tækjakaupum á sama tíma í gjaldeyris- sparnaðarskyni. FV 1 1974 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.