Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 60

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 60
1973 og er það aðallega áburð- ur og fóðurbætir, en einnig ým- is önnur nauðsynjavara til Flat- eyjar og þeirra staða er bátur- inn hefur viðkomu á. Þá flytur Baldur ennfremur á haustin sláturfé úr Flatey og Vestureyjum á meginlandið. Eigandi bátsins er hlutafélag- ið Flóabáturinn Baldur á Stykk- ishólmi og er símanúmer hjá framkvæmdastjóra félagsins (93) 8120. Sér hann um alla af- greiðslu í Stykkishólmi. Skipaútgerð ríkisins annast afgreiðslu bátsins í Reykjavík, en hann fer tvær ferðir í mánuði til Reykjavíkur. Eru þær ferð- ir auglýstar hverju sinni. 7 manna áhöfn er á bátnum. Reglubundnar siglingar frá Stykkishólmi til Brjánslækjar hófust fvrst árið 1919 er M.b. Baldur hélt uppi siglingum þangað, og hafa siglingar verið stundaðar þangcð allar götur síðan. Flóabáturinn Drangur. M.s, Drangur er smíðaður ár- ið 1959 hjá A/S Ankerlökken í Florö í Noregi. Hann er eign fyrirtækisins Flóabátsins Drangs h.f. og er afgreiðsla báts- ins að Skipagötu 13, Akureyri, sími (96) 11088. Drangur fer tvær ferðir í viku yfir vetrarmánuðina til Siglu- fjarðar með viðkomu í Hrísey og Olafsfirði, þar að auki tvær ferð- ir í mánuði til Grímseyjar. Frá því um miðjan júní og fram í ágúst fer báturinn tvær ferðir í viku til Hríseyjar og Grímseyj- ar. Á þessum ferðum var hann byrjaður árið 1972. Ferðirnar til Grímseyjar eru mjög vinsælar og hefur það komið fyrir að ekki hafa allir komizt með, sem beðið höfðu um far. En frá því í ágúst og fram til vetrarferða, sem byrja venjulega um mánaðarmótin október-nóvember, er báturinn svo til verkefnalaus. Áhöfnin er sjö manns og voru fluttir á s.l. ári 1853 farþegar með bátnum. í setusal bátsins er rúm fyrir 60 manns, en svefn- pláss er fyrir tíu í þremur klef- um, tveimur 3ja manna og ein- um 4ra manna. Á síðasta ári flutti Drangur 2575 tonn af vörum, en bátur- inn flytur ýmsar nauðsynjavör- ur til Grímseyjar og annarra staða svo sem Siglufjarðar og Olafsfjarðar, þegar ekki er fært landleiðina á veturna. M.s. Drangur er 175 tonn að stærð, en lestarrými er 5000 kú- bikfet. Mesta lengd bátsins er 32 metrar og breiddin er 6.60 metrar. Lyftigeta er 5 tonn og Skipamiðlarar Gunnar Guðjónsson s. f. skipamiðlarar. Fyrirtækið Gunnar Guðjóns- son s.f. gerir út oliuskipið Kynd- il fyrir hönd eigenda, sem eru Olíuverzlun íslands h.f. og Ol- íufélagið Skeljungur h.f. Kynd- ill er 499 brúttótonn og 292 nettótonn og lestar eru 1150 tonn. Olíuskipið Kyndill var keypt til landsins á síðasta ári þá 5 ára gamalt. Er það í flutning- um til ýmissa hafna á landinu með brennsluolíu, gasolíu, ben- zín og flugbenzín. Skipið flytur milli 100 og 130 þúsund tonn af nlíu og benzíni á ári og dreifir það olíunni frá innflutningstönkum í Reykja- vík og á Seyðisfirði. Olíuskipið Kyndill hefur um 540 viðkom- ur að meðaltali á ári. Fyrirtækið er ennfremur um- boðsmaður fyrir flutningaskip- in M.s. Suðra, Norðra og Vestra, en eigandi þeirra er Jón Frank- lín útgerðarmaður, Reykjavík. M.s. Suðri er 387 brúttótonn, en 186 nettótonn. Lestar eru 630 tonn. Suðri er í flutningum innan- og utanlands og flytur m. a. fisk og fiskafurðir svo og ýmsa stykkjavöru. Flutninga- skipið Suðri var smíðað árið 1956, en það var árið 1968 að fyrirtækið Gunnar Guðjónsson s.f. gerðist umboiísmaður eig- anda. Áhöfnin er 10 manns. M.s. Vestri var smíðaður árið 1964 og er skipið 300 brúttótonn og 191 nettótonn. Lestarnar eru 600 tonn. Skipið er flutninga- skip og er í vöruflutningum inn- anlands og erlendis. Áhöfnin er um 10 manns. M.s. Norðri var byggður árið 1961 og er 499 brúttótonn að stærð og 259 nettótonn, milli- dekkari. Lestar eru um 1100 tonn. Flutningaskipið Norðri annast vöruflutninga til og frá löndum við Miðjarðarhaf og flytur m. a. saltfisk frá íslandi, en t. d. salt frá löndum við Mið- jarðarhaf. Áhöfnin er 11 manns. Gunnar Guðjónsson s.f. er einnig umboðsmaður fyrir Sjó- leiði h.f. og er það M.s. Saga, sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. M.s. Saga er byggð árið 1964, og er opinn lokaður milli- dekkari. Hún lestar sem opinn millidekkari 950 tonn, en sem lokaður millidekkari 1750 tonn. Skipið er 499 brúttótonn, sem opinn millidekkari, en 1269 lok- aður. Það er 228 nettótonn lok- aður millidekkari. Lestar eru 94000 rúmfet. M.s. Saga hefur undanfarið verið í siglingum hjá finnskum aðilum milli Finnlands og Eng- lands, en er væntanlegt til landsins með vorinu. Áhöfnin er 11 íslendingar. Gunnar Guðjónsson s.f. Skipa- miðlarar var stofnað af Gunnari Guðjónssyni árið 1932, en var gert að sameignarfélagi árið 1965. Skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa að Hafnarstræti 5, Reykjavík, sími 22214. Starfs- fólk á skrifstofunni er 4. For- stjóri er Gunnar Guðjónsson, en framkvæmdastjóri er Magnús Ármann. Árlega afgreiðir fyrir- tækið milli 100 og 150 skip hér- lendis. Þorvaldur Jónsson, skipamiðlari, Þorvaldur Jónsson, skipamiðl- ari gerir nú út tvö flutninga- skip fyrir hönd eigenda og eru það M.s. Hvalsnes og M.s. Sæ- borg. Skrifstofa fyrirtækisins er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og símanúmerin eru 15950. 12955 og 13946. M.s. Hvalsnes, 1300 tonn að stærð er nýtt skip, sem afhent var eiganda, Hóma h.f. í Njarð- vík í desember s.l. M.s. Sæborg er 1400 tonn að stærð, byggt árið 1961. Eigandi Sæborgar er Guðmundur A. Guðmundsson h.f. í Kópavogi. Þorvaldur Jónsson gerði enn- fremur út fyrir Guðmund A. Guðmundsson h.f. M.s. ísborg, sem er 600 tonna skip. ísborg var seld til Grikklands í desem- ber s.l. Verður nýtt skip vænt- 60 FV 1 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.