Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 75

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 75
Þjóðfélagið er eintómar auglýsingar * * — segir Astmar Olafsson, auglýsingateiknari Ástmar Ólafsson, auglýsingateiknari, við vinnu sína. Ástmar Ólafsson, a'uglýs- ingateiknari rekur auglýsinga- teiknistofu að Skipholti 35, Reykjavík. Hann lauk námi við myndlistarskóla. í Osló ár- ið 1962 og vann síðan um eins árs skeið á teiknistofu í Osló. Eftir heimkomuna vann hann um tveggja ára skcið á aug- lýsingastofu Vísis unz hann setti 'upp eigin stofu. — Hverjir eru helstu við- skiptavinir þínir og hvernig er samskiptum háttað við þá? — Helstu viðskiptavinir mínir eru Tékkneska bifreiða- umboðiði, Saab, Umiferðaráð, Sveinn Egilsson hf., Kjörís og Sælgætisgerðin Mona. Sam- skipti mín við þessa aðila eru margþætt. í upphafi sölutíma- bils kem ég á fund auglýs- andans og er þá rætt um, hve mikla fjármuni þurfi til að standa undir söluaukningu og í hvaða fjölmiðlum beri að leggja áherzlu á þessa vöru- tegund. Ég geri mér síðan ákveðnar hugmyndir um í hvernig bún- ing eigi að klæða þennan boð- skap, geri skyssur og legg sið- an fram hugmyndir mínar fyr- ir framkvæmdastjóra og sölu- stjóra viðkomandi fyrirtækis. Þegar lokið er við að full- vinna þær, kem ég auglýsing- unum fyrir í dreifingaráætl- un, í flestum tilfellum dreifir viðskiptavinurinn síðan aug- lýsingunum til fjölmiðla. — Hvað ræður vali á blöð- um fyrir auglýsingar? — Ég legg fram tillögur fyrir viðkomandi fyrirtæki í hvaða fjölmiðlum það ætti að auglýsa, og það er síðan á valdi stjórnanda fyrirtækisins, ’hvort hann fylgir þeim áætl- um, sem hann hefur fengið í hendur. Það er undir atvikum háð, hvað hann gerir, en i flestum fer hann eftir áætlun- inni. — Ef viðskiptavinur neitar að borga auglýsingastofu aug- lýsingakostnað, af einhverjum ástæðum, er það þá rétt að aug- lýsingastofurnar láti slíkt ber- ast sín á milli, svo að við- skiptavinurinn fái hvergi af- greiðslu? — Ef viðskiptavinur stend- ur í vanskilum við auglýsinga- stofu er það litið alvarlegum augum. Auglýsingastofurnar eru ábyrgar fyrir greiðslu til blaðanna, og verða að greiða þeim jafnvel þó að viðskipta- vinurinn hafi ekki greitt stof- unni. Því láta auglýsingastof- ur slíkt berast á milli sín, þvi annars gæti hinn sami leikið þennan sama leik á öðrum auglýsingastofum. Þetta er t. d. sambærilegt við tékkaviðskipti í bönkum, þar sem vanskil eru kærð til Seðlabanka. Ef viðskiptavinurinn er hins vegar óánægður með af- greiðslu á auglýsingu er greiðisla samningsatriði milli hans og stofunnar. — Hvað viltu segja um út- varps- og sjónvarpsauglýsing- ar? — Það er fáránlegt, hvern- ig útvarpsauglýsingar voru notaðar fyrir jólin og útvarp- inu til skammar. Auglýsing- arnar fá minni prósentur af athygli neytendanna, þegar tilkynningalesturinn í útvarp- inu er orðinn allt að 3 klukku- stundir í senn. Þetta er ekki aðeins útvarpinu að kenna heldur einnig viðskiptavinun- um, sem láta bjóða sér þetta. Útvarpsauglýsingar hafa mik- il áhrif ef tilkynningalestur- inn er stuttur og hann má ekki vara lengur en hálfa klukkustund í einu. Ákveðn- ar tegundir af söluvöru kom- ast lang bezt til skila í út- varpi t. d. auglýsingar um nýjar vörutegundir og út- varpsauglýsingar eru kjörinn markaður fyrir matvöruverzl- anir og útsölur. Sjónvarpið hefur aftur á móti takmarkaðann tíma fyrir auglýsingar, sem tryggir neyt- endum ákveðna eftirtekt, því auglýsing verður að tryggja eftirtekt. Að mínu áliti eru 20-30 sek- úndur hámarkstími fyrir sjón- varpsauglýsingu. Áuglýsing- arnar’ i íslenzka sjónvarpinu þurfa að verða hraðari vegna þess að það þarf að nota þær lengi vegna kostnaðarins. Annars er þjóðfélagið ein- tómar auglýsingar. FV 1 1974 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.