Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Síða 75

Frjáls verslun - 01.01.1974, Síða 75
Þjóðfélagið er eintómar auglýsingar * * — segir Astmar Olafsson, auglýsingateiknari Ástmar Ólafsson, auglýsingateiknari, við vinnu sína. Ástmar Ólafsson, a'uglýs- ingateiknari rekur auglýsinga- teiknistofu að Skipholti 35, Reykjavík. Hann lauk námi við myndlistarskóla. í Osló ár- ið 1962 og vann síðan um eins árs skeið á teiknistofu í Osló. Eftir heimkomuna vann hann um tveggja ára skcið á aug- lýsingastofu Vísis unz hann setti 'upp eigin stofu. — Hverjir eru helstu við- skiptavinir þínir og hvernig er samskiptum háttað við þá? — Helstu viðskiptavinir mínir eru Tékkneska bifreiða- umboðiði, Saab, Umiferðaráð, Sveinn Egilsson hf., Kjörís og Sælgætisgerðin Mona. Sam- skipti mín við þessa aðila eru margþætt. í upphafi sölutíma- bils kem ég á fund auglýs- andans og er þá rætt um, hve mikla fjármuni þurfi til að standa undir söluaukningu og í hvaða fjölmiðlum beri að leggja áherzlu á þessa vöru- tegund. Ég geri mér síðan ákveðnar hugmyndir um í hvernig bún- ing eigi að klæða þennan boð- skap, geri skyssur og legg sið- an fram hugmyndir mínar fyr- ir framkvæmdastjóra og sölu- stjóra viðkomandi fyrirtækis. Þegar lokið er við að full- vinna þær, kem ég auglýsing- unum fyrir í dreifingaráætl- un, í flestum tilfellum dreifir viðskiptavinurinn síðan aug- lýsingunum til fjölmiðla. — Hvað ræður vali á blöð- um fyrir auglýsingar? — Ég legg fram tillögur fyrir viðkomandi fyrirtæki í hvaða fjölmiðlum það ætti að auglýsa, og það er síðan á valdi stjórnanda fyrirtækisins, ’hvort hann fylgir þeim áætl- um, sem hann hefur fengið í hendur. Það er undir atvikum háð, hvað hann gerir, en i flestum fer hann eftir áætlun- inni. — Ef viðskiptavinur neitar að borga auglýsingastofu aug- lýsingakostnað, af einhverjum ástæðum, er það þá rétt að aug- lýsingastofurnar láti slíkt ber- ast sín á milli, svo að við- skiptavinurinn fái hvergi af- greiðslu? — Ef viðskiptavinur stend- ur í vanskilum við auglýsinga- stofu er það litið alvarlegum augum. Auglýsingastofurnar eru ábyrgar fyrir greiðslu til blaðanna, og verða að greiða þeim jafnvel þó að viðskipta- vinurinn hafi ekki greitt stof- unni. Því láta auglýsingastof- ur slíkt berast á milli sín, þvi annars gæti hinn sami leikið þennan sama leik á öðrum auglýsingastofum. Þetta er t. d. sambærilegt við tékkaviðskipti í bönkum, þar sem vanskil eru kærð til Seðlabanka. Ef viðskiptavinurinn er hins vegar óánægður með af- greiðslu á auglýsingu er greiðisla samningsatriði milli hans og stofunnar. — Hvað viltu segja um út- varps- og sjónvarpsauglýsing- ar? — Það er fáránlegt, hvern- ig útvarpsauglýsingar voru notaðar fyrir jólin og útvarp- inu til skammar. Auglýsing- arnar fá minni prósentur af athygli neytendanna, þegar tilkynningalesturinn í útvarp- inu er orðinn allt að 3 klukku- stundir í senn. Þetta er ekki aðeins útvarpinu að kenna heldur einnig viðskiptavinun- um, sem láta bjóða sér þetta. Útvarpsauglýsingar hafa mik- il áhrif ef tilkynningalestur- inn er stuttur og hann má ekki vara lengur en hálfa klukkustund í einu. Ákveðn- ar tegundir af söluvöru kom- ast lang bezt til skila í út- varpi t. d. auglýsingar um nýjar vörutegundir og út- varpsauglýsingar eru kjörinn markaður fyrir matvöruverzl- anir og útsölur. Sjónvarpið hefur aftur á móti takmarkaðann tíma fyrir auglýsingar, sem tryggir neyt- endum ákveðna eftirtekt, því auglýsing verður að tryggja eftirtekt. Að mínu áliti eru 20-30 sek- úndur hámarkstími fyrir sjón- varpsauglýsingu. Áuglýsing- arnar’ i íslenzka sjónvarpinu þurfa að verða hraðari vegna þess að það þarf að nota þær lengi vegna kostnaðarins. Annars er þjóðfélagið ein- tómar auglýsingar. FV 1 1974 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.