Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Qupperneq 91

Frjáls verslun - 01.01.1974, Qupperneq 91
Lpphaf frjálsrar verzlunar Grein eftir Vilhjáim Þ. Gíslason, sem birtist í fyrsta hefti Frjálsar verzlunar. Allir þekkja dönsku einokunarverzlunina hér á landi og afleiðingar hennar. Við- skiptaháttum hennar, höftum og oft vöru- skorti og vörusvikum þarf ekki að lýsa og ekki þeim áhrifum, sem þaö hafði eðlilega á þjóðarbúskap og þjóöarhag, að verzlun- inni var stjórnað úr fjarlægu landi, frá sjónarmiði erlendra hagsmuna og þannig, að afrakstur hennar lenti allur út úr land- inu. Þetta ófremdarástand lagaðist ekki á þann hátt, sem góðir menn gerðu sér von- ir um, þegar farið var að losa um verzlun- arhöftin á síðara hluta átjándu aldar. En með opnu bréfi frá 18. ágúst 1786 lofaði konungur því, að íslendingar skyldu sjálfir fara aö taka þátt í verzlun sinni, og með tilskipuninni frá 13. júní árið eftir var á- kveðið, að íslenzka verzlunin skyldi vera frjáls, eða svo frjáls, sem föng væru á eftir „ásigkomulaginu11. En sú „fríverzlun“, sem þá hófst, tókst ekki vel. „Fríhöndlan oss drepur Dana, drengja engum lízt á hana“, kvað Sigurður Pétursson. Það hafði tíðk- azt, að íslenzka verzlunin var boðin upp í Kaupmannahöfn (um það orti t. d. Eggert Ölafsson á sínum tíma Markaðarrímu), og var oft togstreita um verzlunina og lítið hugsað um íslands hag, og helzt svo enn, þrátt fyrir fríverzlunina. Þó að réttir séu sjálfsagt í öllum aðalatriðum dómar þeir, sem hinir beztu og kunnugustu menn átjándu aldarinnar kváðu upp um ókosti einokunarinnar, jafnvel það, sem Eggert sagði, að henni mætti kenna um fjárfelli og hungurmorð, þá eru ekki allar syndir Dönum einum að kenna. Það má til sanns vegar færa um sumar greinir, að íslend- ingar báru sig full eymdarlega í ýmsum bænarskrám sínum, eins og Tómas Sæ- mundsson benti seinna á, eða það væri öllu réttara að segja, að þá skorti raunsæi og hagnýt sjónarmið og sjálfstætt kaup- sýsluvit í kvörtunum sínum og kröfum, þegar á annað borð var um nokkrar kröf- ur að ræða. Venjulega var ekki um að tala rökstuddar kröfur, heldur auðmjúkar kvartanir úrræðalítilla manna „fyrir hans Majestatis fótskör“. Þessar kvartanir voru raunarollur fólksins, sem flest var orðið bljúgt og beygt af óáran og áþján, sem átti ekki sízt rætur sínar aö rekja til illrar og ófrjálsrar verzlunar. Það er til marks, sem margir þekkja, um þetta einokunarástand, þegar amtmaðurinn lét binda öreiga bónda við staur og hýða sextán vandarhöggum fyrir það, að hafa selt í Keflavík nokkra úrgangsfiska, sem áttu að seljast í Hafnar- firði, en voru ekki hirtir þar, eða þegar nokkrir ísfiröingar voru sviftir aleigu sinni og dæmdir á Brimarhólm til hegningar fyrir það, að hafa keypt klæðispjötlu í enskri skútu, þegar þeir áttu að verzla við Dani eina. Þetta haftavald einokunarinnar bitnaöi þó ekki á almúganum einum, því að sjálfur sýslumaðurinn í ísafirði var dæmdur í embættis- og eignamissi fyrir það, að fá sér nokkur færi í skiptum fyrir prjónles hjá enskum sjómönnum. Þetta var seinast á seytjándu öldinni, eða um aldamótin. Þennan hátt verzlunarsögunnar þekkja sem sagt flestir, undan og ofan af að minnsta kosti. Hitt er almenningi miklu ókunnugra, sem á eftir fór, annað en starf- semi Skúla fógeta. Sá skapmikli og stór- brotni athafnamaður hefir í meðvitund fólksins orðið merkisberi verzlunarfrelsisins og innlends athafnalífs. Þó að sumt ynni sá mæti maður meira af kappi en forsjá og ýms framfaraviðleitni hans félli um sjálfa sig, en ekki einungis fyrir áróður danskra kaupmanna, þó harðvítug væri, þá hélt hugsjón hans velli, þótt hann félli. Hann sigraði í krafti persónuleika síns fremur en í krafti fjármálavits síns eða framkvæmda. Þá var komin önnur öld, sú öld sem Eggert Ólafsson var fjölþættastur fulltrúi fyrir í upphafi. Á þeirri öld áliðinni varð fyrst til frjáls, íslenzk verzlunarstétt. Landsfólkinu opnuðust ný sjónarmið. Eymdaróðir fyrri tíma snerust í hvatning- arkvæði. Kvartanirnar verða að kröfum. Kröfurnar verða að krafti til hagnýtra, þjóðlegra framkvæmda. Menn líta aftur fyrir sig í sögu sína og sækja þangað kraft 1 sóknina til nýrrar framtíðar. En menn líta einnig út yfir takmörk síns eigin lands, til umheimsins. Baráttan fyrir nýrri verzlunarstefnu var einn meginþáttur bar- áttunnar fyrir nýju þjóðlífi. Eitt það, sem mestum aldahvörfum olli var nýr hugsun- arháttur, sem smám saman óx og dafnaði, fyrst og fremst nýtt sjálfstraust, ný sögu- skoðun og ný hagnýt lífsskoöun og skiln- ingurinn á því að ekki tjóaði að varpa allri FV 1 1974 01
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.