Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 67

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 67
Sala á rækjum hefur aukizt verulega eftir að EBE- tollar voru lækkaðir Sagl frá viðskiptum Agnars Samúelssonar sem starfrækir niðurlagningar- verksmiðju fyrir íslenzkar sjávarvörur ■ Kaupmannahöfn Innflutningur frá íslandi: Við Dampfærgevej 3 í Kaupmannahöfn hefur fyrirtækið Geyser Foods aðstöðu fyrir starfsemi. Eitthvað' hljómar nafnið kunnug- lega og bendir til skyldleika við „land elds og ísa“ enda kemur á daginn við nánari athugun að eigandinn er Islendingur, Agnar Samúelsson, sem hefur stundað niðurlagningu á íslenzkum sjávar- afurðum um alllangt árabil, fyrst í samvinnu við annan aðila en sjálfstætt síðan 1965. Agnar hefur aðstöðu fyrir vinnslu, kæligeymslur og skrif- stofur á þessum stað og hjá honum vinna um 10 manns að staðaldri og frystigeymslur eru fyrir 40 tonn af vörum. í stuttu máli sagt kvaðst Agnar vera bjartsýnn á að hon- um tækist að auka sölu á vör- um sínum á danska markaðin- um, en það eru einkanlega rækjur, kavíar og síld, sem allt er flutt inn frá íslandi. Við talsverða erfiðleika hefur ver- ið að etja í þessu sambandi vegna aðildar Danmerkur að Efnahagsbandalaginu og tolla þess á íslenzkar sjávarafurðir en eftir að samkomulag um lækkun tolla hjá EBE tók gildi í sumar hefur samkeppnisað- staðan batnað mjög mikið. Agnar nefndi sem dæmi, að áður en tollalækkunin kom til framkvæmda hefðu innflytj- endur í Svíþjóð keypt íslenzka rækju á 19 krónur danskar kílóið en hann hefði á sama tíma þurft að greiða 23,51 kr. danska á kíló. Þrátt fyrir harða samkeppni við rækjuinnflytj- endur, sem verzluðu við Bret- land eða Noreg og að sjálf- sögðu danskar rækjuverksmiðj- ur, tókst Agnari að stofna til góðra viðskiptasambanda vegna þess hve gæði íslenzku rækj- unnar þóttu mikil, þannig að kaupendur voru tilbúnir að greiða þennan verðmún út á þau. Enda þótt EBE tollar hafi verið lækkaðir er þó enn mik- ill munur á verði á íslenzkri rækju og þeirri brezku t. d. eða 23-24%. Agnar kaupir hér heima aðallega af tveimur fyr- irtækjum, íslenzku umboðssöl- unni og Niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar. I Dan- mörku eru það helzt fjögur fyr- irtæki, sem kaupa af honum, innkaupastofnanir fyrir stórar keðjuverzlanir. 20% SÖLUAUKNING EFTIR TOLLALÆKKUN Agnar taldi, að söluaukning- in eftir tollalækkun í sumar hefði verið um 20%. Tollarnir hafa verið felldir niður á rækju og kavíar en voru áður 24% á kavíar og 8 aurar á hvert kílo en 16% á rækju og 4 aurar á hvert kíló. Á sama tíma þurfti að greiða 5% toll af rækju frá Noregi, sem þó er utan EBE. Enn er 8% tollur á sardínum og kippers frá Islandi og sömu- leiðis á síld í lokuðum um- búðum. HALVKONSERVES OPBEVARES K0LIGT FREMSTILLET AF FINESTE ISLANDSKE SILD *4KKET I Þannig merkir Geyser Foods umbúðir um niðurlögð síldarflök. L i FV 12 1976 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.