Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 14
Verkfræðistofa Guðmundar Ólafssonar: Algjör ríkisforsjá í ráðgjafa- þjónustu í sambandi við síma- búnað fyrirtækja mjög neikvæð — Tímabært að stofna félag pósts- og símnotenda hér — Það sem hefur komið mér mest á óvart er að símareikningar eru alls ekki í samræmi við raunverulegan búnað fyrirtækja og gjaldskrá Pósts og síma. Bæði er um að ræða hreinar vitleys- ur, þar sem greitt er fyrir búnað sem ekki er fyrir hendi og einnig getur verið um að ræða túlk- lUnaratriði á gjaldskrá Pósts og síma. Fyrir stærri fyrirtæki eða stofnanir getur verið um að ræða upphæðir, sem nemur hundruðum þúsunda á ári. Þessi orð eru höfð eftir Guð- mundi Ólafssyni, verkfræðingi, þegar F.V. spurði hann um reynsluna af ráðgjafarstarfsemi fyrirtækis hans, en í maí í vor setti hann á stofn verkfræði- stofu, sem veitir fyrirtækjum og stofnunum síma- og fjar- skiptaráðgjöf m.a. Guðmundur hefur áhuga á að vinna að stofnun félags Pósts- og sím- notenda og telur að tímabært sé að stofna slíkt félag hér á landi. Slík félög starfa í ýms- um löndum, en í viðtalinu kem- ur fram margt fróðlegt varð- andi þessi mál. — Hver er aðdragandinn að stofnun fyrirtækisins? — Hann má rekja til þess tíma er ég vann hjá Pósti og síma, en starf mitt þar var m. a. fólgið í því að fylgjast með tækniþróun í símabúnaði og símaþjónustu fyrirtækja, sjá um innkaup á þeim búnaði sem stofnunin gaf viðskiptavinum sínum kost á og aðstoða þá við val á hagkvæmustum símabún- aði. En einmitt i þessu starfi fann ég til vanmáttar míns, vegna þess að ég þekkti allt of lítið til reksturs viðkomandi fyrir- tækja og starfa einstakra starfs- manna. Ráðleggingar til við- skiptavina voru því reistar á mjög óljósum og yfirborðs- kenndum hugmyndum um starfsemi fyrirtækja þeirra. Eg komst að þeirri niður- stöðu að útilokað væri að veita góða ráðgjafarþjónustu og Guðmundur Ólafsson, verkfræðingur. finna bestu lausn varðandi símakerfi stærri fyrirtækja nema hvort tveggja kæmi til: í fyrsta lagi ítarleg úttekt á starfsemi viðkomandi fyrirtæk- is með tilliti til símaþarfa ein- stakra starfsmanna, samstarfs- hópa og deilda og í öðru lagi staðgóð þekking á öllum mögu- Jeikum varðandi símakerfi og gímaþjónustu, sem völ er á hverju sinni. — En á ekki Póstur og sími að veita slíka þjónustu? — Vissulega gæti Póstur og sími veitt slíka þjónustu, en spyrja mætti á móti. A að fela ríkisfyrirtæki, sem eins og í þessu tilfelli er jafnframt ein- okunaraðili, alla þá þjónustu sem með nokkru móti er hægt að troða upp á hana, eða á að reyna að einskorða sig við þá þætti sem telja verður nauð- synlegt eða eðlilegt að sé í höndum opinbers aðila Þótt leiða megi ótal rök að því að rekstur almenna síma- kerfisins skuli vera í höndum hins opinbera, eiga slík rök á engan hátt við ráðgjafaþjón- ustu í sambandi við símabúnað fyrirtækja. Þvert á móti tel ég að algjör ríkisforsjá á því sviði sé mjög neikvæð. bjóði upp á óeðlilega stöðnun og sé nánast niðurlægjandi fyrir stjórnend- ur fyrirtækja. — Hvernig er síma og fjar- skiptaþjónusta fyrirtækisins byggð upp? — Ef fyrirtæki eða stofnun hefur áhuga á þessari þjónustu fyrirtækisins er gerður samn- ingur um úttekt á símakerfi og símaþjónustu fyrirtækisins, og tillögur um breytingar og ný- skipan þessara mála. Símnot- andi veitir fyrirtækinu umboð til upplýsingaöflunar hjá Pósti og síma varðandi núverandi búnað og notkun hans og til að semja um álagsmælingar. Athuganir eru gerðar á símabúnaði og símanotkun ein- stakra starfsmanna og deilda. Gerð er könnun hjá starfsfólki um símanotkun þess með spurn- ingalista og færslu dagbókar um símanotkun þess vissan tíma t.d. eina viku. Síðan er unnið úr þessum upplýsingum og samin skýrsla. Þar er síma- kerfið kortlagt eins og það er 14 FV 7 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.