Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 15
og þarfir einstakra starfsmanna og hópa skilgreindar. Mat er lagt á gæði símaþjónustunnar með tilliti til innbyrðis síma- notkunar starfsmanna, útfar- andi símtala þeirra og innkom- andi símtala frá viðskiptavin- um. Tillögur eru gerðar um endurbætur t.d. nýjan búnað bæði frá Pósti og síma en einn- ig frá einkaaðilum eins og t.d. kallkerfi, tilfærslur á búnaði, öðru vísi notkun búnaðar sem fyrir hendi er, breytingar á tengingum o.s.frv. Gjarnan er gerður greinarmunur á skamm- tímalausn og framtíðarlausn með tilliti til afgreiðslufrests og fjármögnunar. — Hvert er hlutverk fyrir- tækisins gagnvart símnotend- um? — Það er reynsla mín sem starfsmanns Pósts og síma, að laníflestir stjórnendur huga þá fvrst að símaþjónustu fyrir- tækia sínna, begar í eitthvert óefni er komið. Nú mun óum- deilanlegt að síminn hefur af- eerandi áhrif á störf mikils fjölda starfsmanna í öllum stærri fvrirtækjum og stofnun- um og bjónustu þeirra við við- skintamenn sína. Hitt er jafn augljóst. að æði mikill munur hlítur að vera á símakerfi og símaþjónustu fyrirtækja, ann- ars vegar bar sem allt er kom- ið í óefni, og hins vegar þar sem allir möguleikar á þessu sviði eru fullnýttir. Að því hlýtur sérhver stjórnandi að stefna og fyrirtæki mitt býður aðstoð við að ná því marki. — Nú er símakostnaður margra fyrirtækja og stofnana mjög hár. Hvaða ráðleggingar gefur fyrirtækið beim til að stuðla að lægri símakostnaði, og sem liagkvæmastri notkun hinna ýmsu fjarskiptamiðla? — Að sjálfsögðu er ekki til nein töfralausn hvernig lækka megi símakostnað. Satt að segja er ég ekki viss um að til- lögur mínar til endurbóta muni ávallt leiða til lægri kostnaðar. Hitt er sannfæring mín, að í öllum tilvikum verði um bætta þjónustu að ræða, og að við- komandi fái meira fyrir pen- FV 7 1977 ingana en áður. Ég legg því á- herslu á bætta símaþjónustu og hlutfallið milli gæða og verðs. Hitt er svo annað mál, að í mörgum tilfellum má spara verulegar fjárhæðir í nýjum símabúnaði, ef val á búnaðinum er reist á ítarlegri úttekt á raunverulegum þörfum. Eins kemur oft í ljós við nánari at- hugun að greitt er fyrir búnað sem hætt er að nota fyrir löngu, eða svo lítið notaður að enginn mundi sakna hans. Varðandi notkun hinna ýmsu fjarskipta- miðla vil ég vekja athygli á sí- vaxandi notkun kallkerfa, sem seld eru af einstaklingum. Oft er erfitt að meta, hvernig rétt- lætanlegt er að fjárfesta í sér- stöku kallkerfi við hlið síma- kerfisins, og verður slík fjár- festing að byggjast á raunveru- legri þörf starfsmanna. — Er ekki tímabært að bér á landi verði stofnuð sérstök nevtendasamtök sem að gæta ha'rsmuna þeirra sem ka.upa nóst- osr símabiónustu og veita •'annie’ Pósti og síma nauðsyn- legt aðhald? — Þe°si spurning leiðir hug- ann að beirri staðreynd. að á síðasta ári seldi Póstur og sími þjénustu fyrir 6 milljarða króna. bar af símabjónustu fyr- ir tæpa 5 milljarða. Vissulega má segia að stofnuð hafi verið félög eða hagsmunasamtök að- ila, sem átt hafa minni hags- muna að gæta, en hér um ræð- ir, en þó er ég hræddur um, að með stcfnun samtaka hins al- menna símnotenda væri aðeins verið að bæta við enn einum áhrifalausum nöldurklúbbi, sem vissulega er nóg af i okkar landi. — En hvað um stórkaupend- ur þjónustu Pósts og síma, þ. e. fyrirtæki og stofnanir? — Hér gegnir allt öðru máli. Þessir aðilar eru tiltölulega fá- ir, en greiða þó verulegan hluta heildarsímagjalda í landinu. Mjög varlega áætlað munu þess- ir aðilar greiða um 25% af tekjum Pósts- og síma og hafa því greitt stofnuninni um 1,5 milljarð kr. á síðasta ári. Stórkaupendur símaþjónustu hafa að sjálfsögðu sömu hags- muna að gæta og heimilissím- notandinn varðandi almenna símakerfið, en sérstaða þeirra byggist að verulegu leyti á því, að símabúnaður þeirra getur verið mjög flókinn og marg- breytilegur, og rétt val og nýt- ing allra möguleika í því sam- bandi hefur úrslitaáhrif á gæði þeirrar símaþjónustu sem fyrir- tækið veitir og kostnað við hana. Það er því mjög eðlilegt að þessir aðilar hafi einhver áhrif á framboð símabúnaðar á hverjum tíma og þá þjónustu sem Póstur- og sími veitir Stofnun hagsmunasamtaka í því skyni virðist mér því vera mjög tímabær. — Á hvern hátt mundi félag- ið geta styrkt Póst og shna í því að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu? — Þessi spurning felur í sér m.iög þýðingarmikið atriði, þ.e. að stofnun slíks félags væri ekki beint gegn Pósti og síma, heldur þvert á móti mundi öfl- ug starfsemi félags pósts- og símnotenda styrkja stofnunina í þeirri viðleitni hennar að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. Nefna má þrjú atriði til þess að sýna, hvernig hagsmunir þessara að- ila fara saman. í fyrsta lagi mundi félagið auðvelda stofnuninni að þekkja þarfir viðskiptavina sinna, sem er jú forsenda góðrar þjónustu. í öðru lagi fengju stofnendur Pósts og síma bandamenn gagn- vart stjórnvöldum, sem vissu- lega hafa í mörg horn að líta en geta freistast til aðgerða, sem eru óeðlilega mikið á kostnað pósts- og símnotenda, ef sjónarmiðum þeirra er ekki haldið nægilega á lofti. í þriðja lagi mundu stjórnendur stofn- unarinnar áreiðanlega fagna faglegri gagnrýni og aðhaldi frá félagi póst- og símnotenda, því þeir eru að sjálfsögðu ofurseld- ir þeirri hættu. jafnt og allir aðrir forráðamenn fyrirtækja í einokunaraðstöðu, að missa sjónir af mestri hagkvæmni í rekstri og æskilegri þjónustu við viðskiptavini sína, sagði Guðmundur að lokum. 15 L

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.