Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 49

Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 49
í söludeildinni. Sölumenn við símann hafa sýnishorn af vöruframboðinu í hillum fyrir fram- an sig. til. Fyrir einu ári keypti Há- skólinn af okkur tölvu og síðan kom Vegagerðin og nokkrar fleiri stofnanir. Iðnfyrirtæki hafa keypt af okkur tölvur. Notkun á þessum tækjum er mikil og ég er sannfærður um að markaðurinn verður mikill á komandi árum. Við erum auk þess með áform uppi um að setja á stofn tölvumiðstöð og vinna önnur tæknileg verkefni á þessu sviði fyrir innlenda að- ila. Nú er hér t.d. unnið að gerð hugbúnaðar fyrir tölvu hjá Landssímanum. Slík verk- efni eru yfirleitt unnin utan- lands en í ljós kom að við gát- um boðið þessa vinnu á mun lægra verði en þurft hefði að greiða erlendis. Því er ekki að leyna, að samkeppnisaðstaða okkar er erfið. Við keppum við alþjóð- legt fyrirtæki, sem ekki þarf að fara að íslenzkum lögum, hefur ótakmarkað fjármagn og borgar ekki aðflutningsgjöld á sama hátt og innlent fyrir- tæki yrði að gera. F.V.: — Hvaða land eigið' þið helzt viðskipti við? Jón: — Milli 60 og 70% af vörum okkar kemur frá Bret- landi og höfum við umboð fyr- ir mörg beztu framleiðslufyrir- tæki í sinni grein. Við höfum líka náð þeim árangri, sem þekkist í engu öðru fyrirtæki utan Bretlands að hér höfum við selt brezkar vörur fyrir andvirði meira en eins sterl- ingspunds á íbúa. Þessi Ingi Jóns- son byrjaði um leið og Jón og stjórnar nú söludeild- inni. Bretlandsviðskipti okkar hafa verið mjög hagstæð og verðið, sem fengizt hefur í Bretlandi er mun lægra en fáanlegt er ann- ars staðar. Það er líka ákaflega gott að skipta við Breta. Munn- legt samkomulag er á við skrif- legan samning. Við verzlum einnig mikið við Japan og eigum góð samskipti við fyrirtæki þar. Þau eru þó öll miklu formfastari en sámband- ið við Breta og þar verður hvert einasta atriði að vera fært nið- ur á blað. F.V.: — Hvaða áhrif hafa landhelgisdeilur haft á þessi umfangsmikl,u viðskipti ykkar við Bretland? Jón: — Sáralítil. Og besta dæmið um það er að við seld- um brezk veiðarfæri hér allan tímann, sem síðustu átökin stóðu yfir. Það eru gæði brezku vörunnar, sem hafa ráðið úr- slitum um þetta. Hefði aftur á móti verið sett bann við innflutningi frá Bret- landi er ekki þar með sagt, að þessi brezku vörumerki hefðu horfið af íslenzkum markaði, því að undir þeim er framleitt víða um lönd eins og t.d. í Hol- landi, Danmörku og Þýzkalandi. Innflutningur hefði því flutzt yfir á þessi lönd og breytingin orðið lítt sem ekkert merkjan- leg nema að því leyti að við hefðum orðið að greiða talsvert hærra verð fyrir vörur frá þessum löndum. F.V.: — Talsverðar umræður urðu í vetur og vor ,um verð- lagningu á innfluttum neyzlu- vörum vegna samanburðar, sem gerður var á verði út úr búð í Bretlandi og á sömu vörum hér- lendis. Er komið barna við við- kvæman blett á íslenzkri heild- FV 7 1977 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.