Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 19
ingarhöftin og fjármagnsskömmt- unin innanlands bjóða heldur ekki upp á, að okkur nýtist magnaf- sláttur, sem oft er á bilinu 5— 25%. Þá má nefna pökkunarkostnað, sem getur numið allt aö 20% af verðinu, t. d. á hreinlaetistækjum. Það er á allra vitorði, að pökkun- arkostnaður er meiri á vörum til íslands en annarra Norðurlanda, sem iðulega eru fluttar heim í hlað meö bílum eða járnbrautum. Þessi atriöi og mörg önnur, sem væri of langt að telja upp, geta haft veru- leg áhrif á innkaupsverð til lands- ins og gert það hærra en til ann- arra landa." F.V.: — Hver er þáttur um- boðslauna í innkaupsverðinu? „Umboðslaun eru mjög mis- munandi eftir vörutegundum. Vegna álagningarhaftanna erum við í þeirri sérstöðu, að innkaups- verð vara er ekki alltaf lækkað um umboðslaunin, heldur eru þau og ýmsir mögulegir afslættir teknir heim sem tekjur til að standa undir dreifingarkostnaði innanlands. Á síðustu árum hafa þessar tekjur farið vaxandi og gjaldeyrisskil vegna umboöslauna numið um og yfir 4% af verðmæti innflutnings frá því að vera um 1.5% 1960. Þessi þróun er hættuleg, því að innflytjandi lendir strax í verri samningsaöstöðu við erlenda seljandann, þegar þessar tekjur geta ekki gengið beint til lækkunar á innkaupsverðinu, heldur er þörf til að fjármagna innlendan dreif- ingarkostnað." F.V.: — Hvernig er hagur verzlunarinnar um þessar mund- ir? „Ég held, að hagur allra, sem nálægt verzlun koma sé verri en veriö hefur lengi. Verzlunarálagn- ing hefur tvívegis verið lækkuð á árinu, fyrst um 9% í febrúar og síðan um 10.5% í september. Þessar lækkanir hafa bæöi bitnað á kjörum verzlunarfólks og afkomu verzlunar. Afkoma verzlunar er verri en verið hefur áður, og afar slæm þegar litið er til verðbólg- unnar. Á síðustu 7 árum hefur verzlunarfólk sífellt verið að drag- ast aftur úr öðrum í verkalýðs- hreyfingunni með kjör sín. Þau 12000 manns, sem starfa við verzlun, eru nú orðin ein lægst launaða stéttin í landinu, sem jafnframt vinnur einna lengstan vinnudag." Árni var loks spurður að því, hvort þær umræöur, sem fram hafa farið í kjölfar könnunar verð- lagsstjóra yrðu ekki til þess, að einhverra umbóta mætti vænta í málefnum verzlunarinnar? „Það er mín skoðun, að um- ræður um stööu verzlunarinnar séu þarfar og endurskoðun á því verðlagskerfi, sem við búum nú við, hljóti að verða ein afleiðing umræðnanna. Það rót, sem grein- argerð verðlagsstjóra orsakaði í fyrstu, er nú vonandi að víkja fyrir málefnalegri umræðu, þar sem flestum er Ijóst, að þessi könnun reyndist ekki vera það, sem hún var látin líta út fyrir að vera. I 40 ár hefur verzlunin búið við verðmyndunarhöft og starfsskil- yrði, sem torvelda innkaup til landsins, drepa í dróma tilraunir til hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og skerða kjör verzlunarfólks og af- komu verzlunar. Það er svo neyt- andinn — viö öll — sem greiðir kostnaðinn af þessu fyrirkomulagi í hærra vöruveröi og verri verzlun- arþjónustu. Þetta ástand er að vissu leyti sök verzlunarinnar sjálfrar. Hún hefur ekki nægilega rætt málefni sín opinskátt og af hreinskilni. Ég vil þó vona, að þessar umræður nú, opni loks augu bæði almennings og stjórn- valda fyrir því, að frjáls verðmynd- un er eina verzlunarfyrirkomulag- ið, sem samrýmist bæði hags- munum neytenda og verzlunar." Verðlagsyfirvöld verða að svara mörgum spurnlngum Verzlunarráð (slands og aörir f ulltrúar verzlunarinnar hafa að undanförnu krafist nánari upplýsinga varðandi þá könnun sem fram fór á vegum verðlagsskrifstofunnar á verði á innfluttum vörum til íslands. Án þeirra upplýsinga verður ekkert ráðiö um hve marktækar niðurstöður könnunarinnar geta talist. Hér fara á eftir nokkrar þeirra spurninga sem verðlagsyfir- völd munu þurfa að svara áður erv þau geta ætlast til þess að mark verði tekið á niöurstöðum. — Eru 31,39 eða fleiri vörutegundir með í könnun verölags- stjóra? — Hvaða vörutegundir er um að ræða? — Er hægt að telja 40 vörutegundir samnefnara allra neyzluvara sem fluttar eru inn? — Er pökkunarkostnaður innifalinn í innkaupsverði erlendis? — Er tekið tillit til staðgreiðsluafsláttar sem erlendir aöilar fá við innkaup? — Er tekiö tillit til magnafsláttar sem erlendir aðilar fá en ekki íslendingar? — Er það rétt að einungis ein vörutegund frá S(S hafi verið með í könnuninni? — Náði þessi könnun til vara sem ríkið kaupir 15— 20% dýr- ara verði en nágrannaþjóðir, svo sem olíu og benzlns? — Er það rétt að könnunín hafi sýnt að lægsta innkaupsverð erlendis var á vörum sem eru með frjálsa álagningu á íslandi og hvaða ályktanir draga verðlagsyfirvöld af því ef svo er? — Er það rétt að Ólafur Jóhannesson hafi krafizt þess að niðurstöður yrðu reiknaðar út þrátt fyrir að verðlagsstjóra hafi verið Ijóst að þær gætu ekki veriö marktækar? — Er það rétt að upphaflega hafi vörutegundir könnunar- innar verið helmingi fleiri en einungis hluti þeirra hafi verið nothæfur? 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.