Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 20
„Úframkvæmanlegt að vinna eftir þessari reglugerð" — segir Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtak- anna um reglugerð varðandi söluskatts- niðurfellinguna, þar sem kveðið er á um greinilega aðgrein- ingu í bókhaldi á vör- um sem eru með söluskatti og þeim sem ekki eru með söluskatti Ýmsar vörur og verðmæti, starfsemi og þjónusta eru nú undanþegnar söluskatti, eftir að sett var reglugerð um söluskatt og bráðabirgðalög um kjaramál gengu í gildi hinn 8. september s. I. Fellur niður söluskattur af öllum matvælum, nema öli, gosdrykkj- um, sælgæti og nokkrum öðrum einstökum vörutegundum, auk tóbaks og áfengis. Hreinlætisvör- ur og búsáhöid m. a. eru áfram söluskattsskyldar vörur, en ýmsar vörur, sem fást í matvöruverzlun- um eins og kaffi, kex, kakó, te, grænmeti og ávextir höfðu áður verið undanþegnar söluskatti. Frjáls verzlun spjallaði við kaup- menn vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar og afnáms söluskatts af matvælum og um vörugjald eða svokallaða lúxus- tolla, sem leggjast á ýmsar vörur, þ. á m. hljómflutningstæki og hljómplötur. Gunnar Snorrason, kaupmaður í verzluninni Hólagarði og formað- ur Kaupmannasamtakanna varð fyrir svörum, en við hann var rætt um söluskattinn meðal annars. Gunnar Snorrason. Stóreykur greiðslubyrði verzlana í 16. grein reglugerðarinnar segir: að reki aðili margþætta starfsemi, þannig að sumir þættir hennar eru söluskattsskyldir en aðrir söluskattsfrjálsir, skuli hin söluskattsfrjálsu og söluskatts- skyldu viðskipti greinilega að- greind bæði í bókhaldi hans og á söluskattsskýrslu. Þeir aðilar, sem selja bæði söluskattsfrjálsar og söluskattsskyldar vörur skulu halda innkaupum á skattfrjálsum og skattskyldum vörum aðgreind- um í bókhaldi síni. — Það er óframkvæmanlegt að vinna eftir þessari reglugerð, sem fjármálaráðherra setti 8. septem- ber s. I. sagði Gunnar. Merkja þarf hvert einasta fylgiskjal bæði yfir söluskattsskyldar og ósöluskatts- skyldar vörur með innkaups- og útsöluverði. Bæöi veröur þarna óskapleg vinna miðað við það sem áður var, og svo þarf maður að gefa sér útsöluverðið. Má þar taka dæmi dilkakjötið, þar sem álagn- ing getur verið allt frá 8% upp í 30%. Maður þarf því að gera sér fyrirfram í hugarlund, hvernig dilkakjötið muni seljast. Þessi ráö- stöfun stóreykur greiðslubyröi verzlana, sagði Gunnar. Á móti því að innheimta skattinn — Kaupmenn hafa lagt til, að farnar yrðu einfaldari leiöir, sem ráðuneytið er með í athugun, sagði Gunnar. Ein leiðin, sem viö höfum haldið mest fram er sú, að kjör- búðir yrðu einfaldlega leystar undan því að innheimta söluskatt- inn. Það yrði með því móti, að heildsalar og framleiðslufyrirtæki myndu taka þetta starf að sér, enda get ég ekki annað séð, en að það yrði einfaldara fyrir ríkissjóð að láta, svo tekið sé dæmi, þrjá gosdrykkjaframleiðendur inn- heimta söluskatt af sinni fram- leiðslu, í stað u. þ. b. 2000 verzlana eða söluturna. Um aðrar leiðir er að ræða ef kaupmenn þyrftu að innheimta söluskattinn eftir sem áður. Þaö er t. d. sú leið að merkja eingöngu út þau fylgisskjöl, sem eru með sölu- skattinum á og skila söluskatti samkvæmt því. Um aörar leiðir er einnig að ræða. Ég vil taka það fram, vegna blaðaskrifa, sem hafa verið á þann veg, að kaupmenn hafi alltaf mót- mælt því að hafa á hendi inn- heimtu þess skatts, og svo er sagt í blöðum að við mótmælum enn þegar við erum undanþegnir því að skila skattinum. Kaupmenn eru á móti og hafa alltaf verið á móti því að innkalla þennan söluskatt. Við erum á móti, að söluskattur skuli felldur niöur af sumum vörum sem við seljum og sumum ekki, heldur eigi þetta að ganga yfir allar vörur jafnt, og helzt ætti engan söluskatt aö þurfa að greiða. Þetta er mikill kostnaður fyrir kaup- menn, og stórt hlutfall að launa- greiðslum verzlana fer j að inn- heimta þennan skatt fyrir ríkið. — Það er í hæsta máta óeðlilegt, að verzlanir eins og t. d. bygg- ingavöruverzlanir, húsgagna- verzlanir og raftækjaverzlanir svo eitthvað sé nefnt, sagði Gunnar, skuli skyldugar til þess að skila 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.