Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 22

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 22
V kjami máisins „Mun halda áfram að gagnrýna neikvæða þætti í verslun. sjávar útvegi eða iönaði" Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, svarar spurningum blaðsins um nokkur málefni, sem á döf- inni eru hjá við- skiptaráðuneytinu um þessar mundir — Sú skoðun er allútbreidd, að enginn af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hafi fyrirfram haft jafn neikvæða afstöðu til þeirrar at- vinnugreinar, sem undlr hann heyrir og einmitt þú. Hér er átt við fyrirtæki í versiun og viðskiptum, sem hafa oftsinnis fengið það ó- þvegið hjá þér meðan þú varst rit- stjórl Þjóðviljans. Hvernig viltu í stuttu máli lýsa afstöðu þinni sem viðsklptaráðherra til þessara aðila, sem nú þurla undir þig að sækja með ýmis helstu hagsmunamál sín? Svavar: — Það er rangt, að ég hafi haft neikvæða afstöðu til þeirr- ar atvinnugreinar, sem nú heyrir undir mig. Viðskiptaráðuneytið fjallar um hvers konar verslun, bæði innanlandsverslun og út- flutningsverslun, og það væri vita- skuld ekkert annað en einber barnaskapur, ef ekki eitthvað það- an af verra, að vera með fjandsam- lega afstöðu til atvinnugreinar af þessu tagi. Dagleg kjör okkar l's- lendinga ráðast af því m. a., hvernig til tekst í verslun og viðskiptum. I þessum efnum vil ég nefna ut- anríkisverslunina, en hún heyrir samkvæmt reglum um Stjórnarráð (slands undir viðskiptaráðuneytið og á miklu veltur að utanríkisversl- unin sé vel og skynsamlega rekin. Ég tel að sjálfsögðu einnig mjög nauðsynlegt, eins og fram hefur komið í viðtölum við mig á opinber- um vettvangi eftir að ég tók við starfi viðskiptaráðherra, að innan- landsversluninni sé komið fyrir á sem haganlegastan hátt, þannig að hún sé sem ódýrust og sé þannig liður í því að reyna að skapa hér bærileg lífskjör og sambærileg við þau, sem gerast í grannlöndum okkar. Innanlandsverslun og utan- ríkisverslun er því óhjákvæmilegur þáttur okkar samfélags. Spurningin er aðeins sú, hversu miklu fjár- magni á að verja af tekjum þjóðar- innar til þess að standa undir verslunarkostnaði. Ég hefi æfin- lega verið þeirrar skoðunar, bæði meðan ég var ritstjóri Þjóðviljans og eins núna, aö þessi kostnaður veröi að vera í lágmarki. Um leið þarf að tryggja, að þannig sé að versluninni staðið af hálfu þeirra, sem fyrir henni standa, að hún skili vörum og þjónustu með þeim hætti, sem eðlilegt er, að fólk krefjist í nú- tímaþjóðfélagi. Hinir fjölmörgu neikvæðu þættir í verslun, í sjávarútvegi og í iðnaði og víðar og víðar hafa verið gagn- rýndir af mér og Þjóðviljanum, á meðan ég var þar við störf. Þeirri gagnrýni mun ég halda áfram, en það breytir auðvitað engu um þá staðreynd, að við teljum að þessar greinar séu eftir sem áður nauð- synlegar til þess að skapa hér við- unandi lífskjör í landinu. — Samnorræna verðlagskönn- unin og verðlagsmál almennt hafa verið mjög ofarlega á baugl að undanförnu. Hver verða næstu skrefln í þessum málum og fyrlr hverju ætlar þú að belta þér sér- staklega? Þú hefur nefnt að verð- lagseftirlitið verðl „flutt úr landi.“ Hvernig er sú framkvæmd nánar hugsuð? Svavar: — Eins og kunnugt er, þá er starfandi rannsóknarhópur vegna innflutningsverslunarinnar, sem viðskiptaráðherra setti á lagg- irnar fyrir nokkrum dögum. Þessi hópur hefur þegar hafið störf. Hér er um að ræða mjög viðamikla könnun, sem nær til allra þátta inn- flutnings. Þess vegna reyndi ég að tengja inn í þennan rannsóknar- hóp, auk verðlagsstjóra, sem þarna á að hafa forustu, menn frá gjald- eyriseftirlitinu, tolleftirlitinu og skattaeftirlitinu. Fimmti maður í þessum rannsóknarhóp er svo héðan frá viðskiptaráðuneytinu. Þetta er næsta skrefið íframhaldi af könnun verðlagsstjóra, en þessi rannsóknarhópur á að skila fyrsta áliti um eða fyrir áramót. Er ætlunin að fara ofan í það, hvaða atriðum þarf að breyta með lagabreytingum eða reglugerðarbreytingum til þess að tryggja hér heilbrigðari við- skiptahætti í innflutningsverslun- inni. Þegar talað er um, að verðlags- eftirlitið flytjist úr landi, þá er það náttúrulega dálítið of mikið sagt. Það, sem ég er með í huga, er ein- faldlega það, að fylgst verði með verðlagi á vörum í grannlöndum okkar og álagning og innflutnings- 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.