Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 41

Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 41
að viö flytjum inn mikið af margs konar búnaði í skip, bæði frá Noregi og Frakklandi. — Hvað er helzt á döfinni í fyrirtækinu nú? Einhver nýmæli í uppsiglingu? Magnús: — Síðan 1944 haföi Eggert Kristjáns- son & Co. selt belgískt einangrunargler hér á landi undir nafninu Thermopane en það er skráð með einkaleyfi. Gleriö er soðið saman í stað þess að vera límt eins og í öðrum gerðum einangrunar- glers. Á þessu hafa orðið geysilegar breytingar til batnaðar á undanförnum árum. Samkvæmt úttekt, sem rannsóknarstofa byggingariðnaðarins geröi, kom þetta gler langbezt út við íslenzkar aðstæður. Þetta reyndist vera eina glerið, sem dugði. Ég tók um skeið þátt í fyrirtækinu Glerborg en um ára- mótin 1976—77 var Ijóst að ég fengi leyfi til að framleiða hér innanlands tvöfalt Thermopanegler í samvinnu við belgískt fyrirtæki, Glaverbel, sem hefur einkaleyfi fyrir Evrópu. Við höfum 1000 fermetra aðstöðu inni í Skeif- unni til að hefja þessa framleiðslu í og verðum þar meðan við erum að komast að raun um hver markaður reynist fyrir glerið. Merkið er það vel þekkt hér, að ég óttast ekkert. Belgarnir munu ábyrgjast gæðin með reglubundnu eftirliti og út- vega okkur vélar og hráefni. Verkfræðingur hefur verið á mínum vegum í Belgíu og Sviss til að kynna sér framleiðsluna. Vélar eru væntanlegar fljótlega og ööru hvoru megin við áramót ættum við að geta hafið tilraunaframleiðslu. — Hvað ætlið þið að framleiða mikið af gleri í byrjun? Magnús: — Markaöurinn fyrir tvöfalt gler er hér 110—120 þús. fermetrar á ári. Þó einhver sam- dráttur yrði í byggingarstarfsemi ætti markaður fyrir gler samt að vera nokkuð tryggur. Við ættum að hafa möguleika á aö ná 50% af þessum markaði með lágmarksstarfskrafti, sem er rösklega 10 manns að tveimur árum liðnum. Skuttogarinn Sólberg frá Olafsfirði sem keyptur var frá Frakklandi fyrir milligöngu heíldverziunarinnar Frón hf. ekki með nákvæma tölu yfir það. Við höfum um- boðsmenn, sem annast dreifingu í öllum lands- fjórðungum en seljum líka beint, ef óskað er. Um áramótin voru rétt liðlega 500 aðilar á viðskipta- mannareikningi. Meðal þessara viðskiptamanna er birgðastöð Sambandsins, sem dreifir síðan til kaupfélaganna. — Nú er unnið hér að svo óskyldum málum sem framleiðslu og sölu á kexi og innflutningi á skipum frá Frakklandi. Hvenær hófust afskipti Fróns af skipamálum og hvað hefur fyrirtækið gert á því sviði? Magnús: — Umboðs- og heildverzlunin Frón hf. varð til þegar við, sem áður störfuðum hjá Eggert Kristjánssyni og Co., skiptum því fyrirtæki. í minn hlut komu þá vélar og skiþ, sem höfðu áður verið nokkuð umfangsmikill þáttur í innflutnings- verzlun Eggerts Kristjánssonar. Áður höföum viö aðallega milligöngu um kaup á síldveiðiskipum og landróörabátum en upp úr 1970 rann skuttogara- öldin upp hér á landi. Við höfðum haft mikil sam- skipti viö tvö norsk fyrirtæki á þessu sviði og keypt frá ööru þeirra 14 báta á áratugnum 1960— 1970. En þegar kom að skuttogarasmíðum gátu þau lítið sinnt þeim vegna verkefna fyrir norska olíuiðnað- inn. Þeir voru tæþast samkeþpnisfærir í veröi á þessum tíma. Þess vegna settum við okkur í sam- band við landssamband franskra skipasmíða- stöðva, sem smíðaði tvo skuttogara fyrir íslend- inga, Dagrúnu í Bolungarvík og Sólberg á Ólafs- firði. Þriðja skipið, Sólbakur á Akureyri, var keypt notað. öll þessi skip hafa reynzt prýðisvel. Jón Hafsteinsson, skipaverkfræðingur, vann að hönn- un skipanna tveggja fyrir íslenzkar aðstæður og þau hafa tekizt mjög vel. Annað er ekki að heyra á eigendunum. Annar þeirra er tilbúinn að huga að nýsmíði skips í Frakklandi á nýjan leik. Þó að dregið hafi úr kaupum á fullsmíðuðum skipum, erum við þó enn virkir í þessari grein því 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.