Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 45

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 45
Nokkrar innfluttar vörur. heildarrekstrinum. Matkaup býður kaupmönnum einnig upp á þjón- ustu við skipulagningu verzlana og hefur veitt um 100 kaupmönn- um um allt land þá þjónustu. Auk eigenda fyrirtækisins njóta um 200 aðrar verzlanir viðskipta hjá Mat- kaup. Taliö er að verzlun kaup- manna við þessi eigin fyrirtæki sé frá 5—30% af heildarinnkaupun- um. Stóru markaöirnir eru einnig margir hverjir með eigin innflutn- ing, sem nemur 15—20% af heild- arinnkaupum og virðist svo sem þeim takist á stundum betur að gera hagkvæmari innkaup erlend- is, sem þá kemur fram í lækkuðu innkaupsverði. Innflutningsfyrirtæki með beinan verzlunarrekstur Eins og áður sagði hefur það færst í vöxt að stóru innflutnings- fyrirtækin fari út í beinan verzlun- arrekstur. Þetta er til komið vegna þeirrar þróunar að kaupmenn fóru að flytja inn sjálfir og þá einkum að mati heildsalanna vörur, sem gáfu mest af sér, en keyptu áfram vörur frá heildsölunum, sem minni um- setning var í og dýrara að liggja með. Um það leyti, sem markaö- irnir fóru að geta haft áhrif á dreif- ingu matvæla var vöruúrval þeirra mjög byggt upp á vörum með háa álagningu og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, sem þeir hafa farið að bjóöa upp á vörur eins og mjólk. í verðlagsmálum hér á landi hefur sú stefna m. a. ríkt að láta allskonar vörur, sem flokkuð var undir munaðarvöru bera meiri 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.