Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 48
innflutningsfyrirtæki landsins, SÍS,
bækistöðvar sínar í stórbyggingu,
sem er 15000 fermetrar að grunn-
fleti, en alls er húsið um 21000
fermetrar. Þar er einnig til húsa
kexverksmiðja SÍS, en vélakaupin
til hennar voru umdeild á sínum
tíma. Hjalti Pálsson framkvæmda-
stjóri sagði hins vegar í samtali,
,,hví skyldu menn ekki fá að kaupa
notaðar kexvélar ef þeir hafa ekki
efni á nýjum, eins og maður, sem
kaupir notaðan bíl af sömu
ástæðu." Hjalti sagði að innflutn-
ingsdeildin byði upp á 2000 mis-
munandi vörutegundir, sem ein-
göngu eru seldar til u. þ. b. 200
kaupfélagsverzlana á landinu.
Veltan fyrstu 9 mánuði þessa árs
nam um 2.7 milljörðum króna. Að-
spurður um hvort stórinnkaup
gæfu hagstæðara verð sagði
Hjalti, að þeir næöu oft ágætis-
verðum og reyndu eins og aðrir að
ná sem hagkvæmustum kjörum.
Mikil vélvæðing og hagræðing rík-
ir í Holtagörðum. Þar er einnig séð
um innkaup frá innlendum fram-
leiðendum þannig að kaupfélags-
? -
Velt vöngum yfir kjöti.
stjórar geti hringt þangað og
fengið það sem þeir þurfa í sína
verzlun hverju sinni.
Samkvæmt uþplýsingum FV
hafa ýmsir aðilar, sem áður voru
stórir í matvælainnflutningi dregiö
saman seglin undanfarin ár, en
mörg stórfyrirtæki fóru illa út úr
erlendum lántökum, sem heimil-
aðar voru á sínum tíma.
Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til
hagkvæmari innkaupa virðist af-
koma smásöluverzlunarinnar í
heild vera fremur bágborin og
staða matvöruverzlunarinnar
verst.
48