Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 51
iðnaö hérlendis. Þótt íslendingar
hafi verið miklar kjötætur frá upp-
hafi vega var lengst af aðeins um
nýtt, saltað eða reykt kjöt og eini
kjötiðnaðurinn var heimilisiðnað-
ur, þ. e. slátur og súrmatargerö.
Þó munu einhverjir hafa fengizt við
að blanda saman hráefni og búa
úr einhverja rétti og ber fornt nafn,
eins og sperðlar því vitni að eitt-
hvað hafi verið framleitt sem líkist
bjúgum í dag. Stærstu fyrirtækin (
dreifingu og vinnslu búvara eru
Sláturfélag Suðurlands, Samband
fsl. Samvinnufélaga og kjöt-
vinnslustöð þess Goði og kjöt-
vinnsla KEA á Akureyri. Sláturhús
hér á landi munu vera um 65.
Langmest af kjöti fer beint til
neyzlu, en allmikið fer þó til
vinnslu. Þó er hérlendis neytt
hlutfallslega minna af unninni
kjötvöru en víöast erlendis. Helztu
vinnslugreinar eru pylsugerð,
söltun, reyking, suða og niður-
suða.
Heildarársneyzla íslendinga á
matvælum er um 135000 lestir,
eða rúm 600 kg á hvert
mannsbarn. Flestum ber saman
um að (slendingar séu mjög fast-
heldnir og einhæfir í sínum matar-
venjum, en þó hefur orðið nokkur
breyting á þessu. Eftirspurn eftir
svínakjöti og kjúklingakjöti hefur
farið mjög vaxandi og fjölbreytni í
neyzlu grænmetis hefur einnig
aukizt. Þá eru ostar að verða mjög
vinsæll matur samfara gífurlega
mikilli framför í ostagerö hérlendis,
en láta mun nærri aö hver íslend-
ingur borði 6.5 kg af osti á þessu
ári. Hefur þessi neyzla vaxið jafnt
og þétt samfara því að Osta- og
smjörsalan hefur sett á markaðinn
nýjar og vinsælar tegundir og var-
ið verulegu fé til að kynna þá
framleiðslu fyrir neytendum. Þá
hefur neyzla lagmetis einnig farið
vaxandi, enda einnig um verulegt
vöruúrval að ræða þar, eftir að
Sölustofnun lagmetis kom til
skjalanna og þróunarsjóður lag-
metisiðnaðarins.
Jólahanglkjötlð er tyrlrferðamlkill þáttur í matvælaframleiðslu á
þessum árstíma.
Gert ráð fyrir 11 milljarða veltu
Sem fyrr sagði er Sláturfélag
Suðurlands einn af stærstu aðilum
matvæladreifingar hér á landi og
árið 1977 varð heildarvelta fyrir-
51