Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 53

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 53
Um 200 brauð- og kökutegundir Allveruleg breyting hefur orðið á sölu á brauði og kökum á undanförnum árum. Upphaflega var salan svo til eingöngu í höndum smárra framleiðenda, en nú er orðið algengara að þessar vörur séu seldar í loftþéttum umbúðum í hinum almennu verzlunum. Framleiðslá íslenzkra bakara er orðin mjög fjöl- þætt, og á 2. hundrað tegundir af brauði og kökum á markað- inum og er þá átt við tegundir með sjálfstæðu heiti. Samkeppni milli bakara er orðin talsvert hörð og stöðugt verið að auglýsa nýjar tegundir. Ef dæma má af viðbrögöum almennings hafa menn orðið fegnir að fá önnur brauð en hinar hefðbundnu tegundir, sem verið hafa á markaðnum. Rúmlega 70 fyrirtæki framleiða brauð og kökur. Rúm hálf öld er liðin frá því að kexframleiðsla hófst hér á landi, er Frón var stofnað 1926. Er hún eina kexverksmiðjan í einkaeign, sem hér er nú starfandi, en S(S rekur aðra kexverksmiðju, sem stofnuð var fyrir fáum árum. Mikil vélvæðing er í kexframleiðslunni. íslenzkir fram- leiðendur hafa haldið vel í horfinu í samkeppni við mikinn inn- flutning og stóraukið markaðshlutdeild sína, sem sýnir betur en annað að varan er vel samkeppnisfær hvaó snertir verð og gæði. Á 2. tug kextegunda eru nú framleiddar hér á landi. Ostaúrvalið er glæsilegt. 80% sælgætis á markaðnum er innlent Sultu- og marmelaðigerð hefur verið hérlendis frá því 1924 og nú framleiða þrjú fyrirtæki um 300 lestir á ári af þessum vörutegund- um. Hráefnið er að sjálfsögðu flutt inn, en síðan tilreitt eftir því sem við á í verksmiðjunum. Sælgætisiðnaður er allgömul iðngrein hér á landi og tóku fyrstu sælgætisverksmiðjurnar til starfa upp úr lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri. í dag eru 11 sælgætisverk- smiðjur starfandi hér auk fjöl- margra annarra aðila, sem hafa litla framleiðslu með höndum í heimahúsum. Þrátt fyrir töluverö- an innflutning á sælgæti er að heyra á íslenzku framleiðendunum aö þeir finni ekki fyrir þeirri sam- keppni svo nokkru nemi þrátt fyrir' aö tollverndun sé óðum að hverfa. Um 80% þess sælgætis, sem neytt er hér, er innlend framleiðsla og frekar búist við að það hlutfall hækki á komandi árum, því að iðnaðurinn brást þannig viö af- námi tollanna að farið var út í að stórauka fjölbreytni framleiðsl- unnar. Er áætlað að framleiðslu- verðmætið á þessu ári verði eitt- hvað á 3. milljarð króna og 300— 400 manns vinna við iðngreinina. 3000 lestir af smjörlíki framieidd- ar í ár Nálægt 3000 lestir af smjörlíki verða framleiddar á (slandi á þessu ári, en íslenzkt smjörlíki er einrátt á markaðnum. Framleiösl- an á smjörlíki hófst hérlendis árið 1919, en smjöriíkisgerðum fjölgaði fljótt. Nú oröið hafa nær allar smjörlíkisgerðirnar í Reykjavík sameinast, en auk þeirra starfa smjörlíkisgerðir á Isafirði og Akur- eyri. Vélvæðing í þessum iðnaði er mjög mikil og hjá Smjörlíki hf. í Reykjavík starfa aðeins 5 manns og framleiða um helming alls smjörlíkis, sem neytt er hér á landi. Smjörlíkisnotkun hefur verið nokkuð sveiflukennd á tímum eftir því hvernig smjörverð hefur hækkað og lækkað á markaðnum. Notkun ávaxtasafa hefur farið vaxandi hérlendis á undanförnum árum og framleiða nú 4 fyrirtæki 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.