Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 62

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 62
Minni, dýrari og mikið breyttir Margföld miljarðafjárfesting bandarískra bílaframleiðenda sem hefur það að markmiði að framleiða minni og sparneytnari bíla er þegar byrjuð að sýna árangur í árgerðum 1979. Chrysler, Ford og General Motors hafa allir spænt vænan bita aftan af lengstu gerð- unum og eru komnir aftur inn á stærðarmörk álíka og giltu um 1960. Volkswagen, sem er í fyrsta sinn einn af bandarísku framleiðend- unum, og American Motors hafa aftur á móti lítið af markverðum breytingum upp á að bjóða. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur í Ijós, aö aldrei slíku vant, eru breytingar á bílunum meiri og merkilegri en nafnaskipti og ný aft- urljós. Flestar breytingarnar má rekja til þeirra skipulagsbreytinga sem stóraukin framleiösla smábíla hefur í för meö sér. Ný hönnun frá grunni Ford kynnir nú tvær nýjar línur, sem hvor um sig byggir á nýrri hönnun frá grunni. Það er annars vegar hinir litlu og sportlegu Must- ang og Mercury Capri og hins vegar bílar af fullri stærö: Ford LTD og Mercury Marquis. Þessir fjórir bílar eru allir nýir af nálinni fremur en endurbættar eldri gerðir. GM kynnir í byrjun söluársins gjörbreytta Chrysler Horízon er mjög vinsæll smábíll með framdrlfi. Sérkennileg hönnun og hlutfallslega mikið rými að innan er talið verða til þess að bíllinn muni seljast vel í Bandaríkjunurn. útgáfu af því sem ameríkanar kalla ,,per- sónusniðna lúxusbíla," en þaö eru gerðirnar Cadillac Eldorado, Oldsmobile Toronado og Buick Riviera. GM hyggst bíöa meö aö kynna smærri bílana og þá meðalstóru þar til GM leggur nú aukna áherzlu á fallega og smekklega frágengna smá- bíla sem ætlað er að stemma stlgu við innflutningl Japana og Þjóð- verja. 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.