Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 69
landbúnaðinn að töluverðu undir
sínum verndarvæng, ef svo má aö
orði komast, Otvegsbankinn sjáv-
arútveginn, þótt sú atvinnugrein
sé allnokkuð í viðskiptum við
Landsbankann jafnframt, og iðn-
aóurinn sækir til lönaöarbankans,
þótt aðilar í þeirri atvinnugrein
sæki einnig annað.
Verzlun
Þegar litiö er yfir verzlun á Ak-
ureyri ber fyrir sjónir skýrasta
merkið um hiö umtalaða veldi
KEA. Matvörudeild KEA rekur ell-
efu verzlanir, dreiföar víösvegar
um bæinn, auk þess að reka útibú
á sex öðrum stöðum norðanlands,
það er á Dalvík, í Hrísey, Grenivík,
Grímsey, Hauganesi og Siglufirði.
Svo rekur Vöruhús KEA sjö sölu-
deildir, byggingavörudeild KEA
selur allar vörur til bygginga,
véladeild selur bifreiðar og land-
búnaðarvélar, raflagnadeild selur
Ijóslampa og raflagnaefni,
Stjörnu-Apótek, sem KEA á, selur
lyfjavöru og snyrtivörur.
En það eru fleiri aðilar, sem reka
verzlun á Akureyri. Fyrst Per þar
aö telja hitt kaupfélagiö, Kaupfé-
lag verkamanna, sem rekur kjör-
búð, svo og Kjörbúð Bjarna, sem
er nokkuð stór og umfangsmikil og
er staðsett í stærstu verzlanasam-
stæðu Akureyrar. Þá er allmikið
um sérverzlanir í bænum í vefnað-
arvöruverzlun, tízkufatnaöarverzl-
un, bókaverzlun, byggingavöru-
verzlun og húsgagnaverzlun.
Ef nefna skal eitthvað af sér-
verzlunum, þá eru til staðar tízku-
verzlanir, einar tvær, bygginga-
vöruverzlanir, húsgagnaverzlun,
vefnaðarvöruverzlun, aö sjálf-
sögðu bókaverzlanir, blómaverzl-
un og annað það sem heyrir til í
bæ af þessari stærð. Allar eru
þessar verzlanir reknar einka-
rekstri, eöa af hlutafélögum. Einn-
ig má nefna tóbaksverzlun, sem
öllum öðrum þykir sjálfsagðari,
Ijósmyndavöruverzlun og síöast
en ekki sízt verzlunina Akur, sem
er sérverzlun með ávexti og
grænmeti.
Við hæfi er að nefna sérstaklega
verzlunina Amaro. Auk þess að
reka heildsölu, starfar sú verzlun í
þrem deildum, þ. e. dömudeild,
herra- og sportvörudeild og bús-
áhalda- og gjafavörudeild.
Iðnaður
í iðnaði er lönaðardeild Sam-
bandsins, Akureyri, langstærsti
vinnuveitandinn, en starfsmanna-
fjöldi hennar er um níu hundruð.
Alls rekur hún á Akureyri einar sex
verksmiöjur, þar af tvær í sam-
vinnu við KEA. Þetta er Ullarverk-
smiðjan Gefjun, Fataverksmiðjan
Hekla, Skinnaverksmiðjan Iðunn,
Skóverksmiðjan Iðunn, Efnaverk-
smiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla
Akureyrar. Auk þessa rekur deildin
svo Hugmyndabankann á Akureyri
og hönnunardeild, sem þjónarfyr-
irtækjum hennar.
Þá rekur KEA einnig nokkurn
iðnaö, fyrir utan þau tvö fyrirtæki,
sem þegar eru talin (sameign KEA
og lönaöardeildarinnar). Tvennt er
þar beint tengt landbúnaði, mjólk-
uriðnaður, þ. e. Mjólkursamlag
KEA, og kjötiðnaðarstöð. Enn-
fremur rekur KEA svo Efnagerðina
Flóru og Smjörlíkisgerð.
Annars er iðnaður nokkuð fjöl-
breyttur á Akureyri. Þar er til
dæmis starfrækt önnur smjörlíkis-
gerö, AKRA, sælgætisframleiðsl-
69