Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 80

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 80
eyjar, svo og Grænland, mjúkt vatn, þannig að hreinlætisvörur okkar ættu að falla inn í hjá þeim. I’ flestum löndum Evrópu, svo og öðrum löndum heims, hæfa efnin hjá okkur þó alls ekki, þar sem þau eru hönnuð fyrir mjúkt vatn. Hvað varðar fjármálin er nátt- úrulega alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina, en þó get ég ekki sagt að ég sjái nein Ijón á veginum. Ef okkur tekst að leysa peninga- vandræði þjóöarinnar í heild, kemur annað af sjálfu sér. Að minnsta kosti hvað Sjöfn varðar, því okkar fjármagnsvandkvæði eru ekki önnur en þau sem allir aðrir búa við. Að lokum vildi ég svo geta þess að okkur þykir vænt um að mega vinna hér við hliöina á skipaiðn- aöinum á þann hátt sem nú er. Bæði að sjá þeim fyrir málningu, svo og að vera með í þróun ýmissa nýrra efna, sem geta leyst vanda- mál þau er þeir nú stríða við. Það er gaman að því þegar tvær iðn- greinar starfa á þennan hátt hönd í hönd.“ 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.