Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 81
Þjónustan verður að vera betri Kóki hefur hltt naglann á höfuðið í tízkuverzlun á Akureyri. „Viðtai? Ég hef varla tíma til þess, enda er ég ekki neinn kaupmaður í dag, ég er trésmiður, pípulagningamaður, eða hvað þú vilt hafa það,“ sagði Kóki í Sesar, sem á skírnarvottorðinu sínu er nefndur Herbert Sveinn, þegar við læddum okkur inn fyrir dyrnar á húsnæðinu, þar sem hann var að innrétta fyrir verzlun sína. „Ef þið endilega viljið, þá get ég náttúru- lega spjallað eitthvað við ykkur á meðan ég er að þessu (hann var að negla fyrir glugga). Þú getur kannski skrifað þarna á vélinni (trésmíðavél á miðju gólfinu)." Herbert hefur til þessa rekið tvær verzlanir, sína á hvorum staðnum, en hefur nú keypt húsið Hamborg, í Hafnarstræti á Akur- eyri og þegar þetta viðtal birtist verða verzlanir hans komnar þar undir eitt þak. Húsið er gamalt og þarfnaðist því nokkuð viðamikilla viógerða. Þegar viötalið var tekið var ótrúlegt, aö þarna yrði komin verzlun, með öllu tilheyrandi, að- eins viku síðar, en hið ótrúlega hefur gerzt. Alhliða tízkuvara ,,Við ætlum að innrétta hér allt í gömlum stíl, sem hæfir húsinu," sagði Herbert, „með panelum og öllu því sem tilheyrir. Það þýðir ekki annað en að gera þetta al- mennilega, úr því verið er að því á annaö borð. Hér ætlum við að reyna að bjóöa Akureyringum upp á verulega vandaða verzlun, með vandaða vöru, enda er staðreynd- in sú að ekki þýðir annað. örar samgöngur við Reykjavík gera það að verkum að hér má ekkert vera síðra, verður raunar helzt að vera ívið betra, ef við eigum að standast samkeppnina. Það er nokkuö útbreiddur mis- skilningur að hér verzlum við að- eins með táningafatnað. Þvert á móti erum við hér með fatnað handa öllum karlmönnum, kjóla og kápur á alla aldursflokka kvenna og yfirleitt með alhliða og vandaða tízkuvöru. Það kostar auðvitað sitt að fylgjast nógu vel með hér. Til dæmis hef ég í átta ár farið einu sinni í viku suöur til Reykjavíkur til þess að gera innkaup. Þannig er ég alltaf með nýja vöru, enda þýðir ekkert annaö. Það er auðvitað dýrt fyrir verzlun af þessu tagi, einkum þar sem ég hef ekki tekið þennan ferða- og flutningskostnað sér- staklega inn í endanlegt verð vör- unnar, en það hefur líka sína kosti aó fylgjast svona vel með línunni.“ Flytur tvær verzlanir saman „Nú er ég að flytja tvær verzlanir saman og auðvitað er það alltaf álitamál hvort ég missi einhver viðskipti við þá sameiningu. Ég held þó að fólk komi til með að kunna að meta það, þegar fram líöa stundir, því það hefur oft komið fyrir að við höfum þurft að senda kúnnana milli búóanna, því þær verzla ekki með sömu vöru. Þetta kemur í Ijós. Annars er ekkert um þetta að segja annað en að það er ákaflega erfitt að reka verzlun í dag. Það vita allir hvað fjármagn kostar og hversu þröngur álagningarstakkur okkur er sniðinn. Það er erfitt að viðhalda sömu þjónustu og verið hefur, en það verður að takast. Þjónustan er sá þáttur verzlunar- innar sem ekki má minnka. Ég sé fram á að eina svarið sem við eig- um við vaxandi erfiðleikum er að skipuleggja betur og það er ég nú að reyna með þessari samein- ingu." 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.