Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 82
„Gullsmíði er iðn —
en einnig listgrein"
Verzlunln Skart er snyrtllega innréttuð eins og sjá má. Flosl Jónsson (í
miðið) ásamt samstarfsfólki.
— segir Flosi Jóns-
son í gullsmíðavinnu-
stofunni og skart-
gripaverzluninni
Skart, sem starfað
hefur í eitt ár
í húsinu að Strandgötu 19 á Ak-
ureyri er nú starfrækt skartgripa-
verzlun og gullsmíðavinnustofa.
Fyrirtækið ber nafnið Skart, var
stofnsett á Akureyri fyrir um ári
síðan, opnað þann 15. september
þess árs, þá í Glerárgötu. Þann 4.
ágúst síðastliðinn opnaði verzl-
unin svo í nýja húsnæðinu.
Blaðamaður Frjálsrar verzlunar
náði sambandi við Flosa Jónsson,
gullsmið, eiganda og annan af
tveim gullsmiðum, sem starfa hjá
Skart.
Þjóna stóru svæði
„Jú, við byrjuðum hérna fyrir um
ári síðan og er ekki hægt að segja
annað en að þetta virðist ætla aö
ganga alveg ágætlega," sagði
Flosi. „Viö höfum náttúrulega átt
við nokkra byrjunarörðugleika að
stríða og það er erfitt að kaupa
gamalt hús, eins og þetta hérna,
sem ég var að kaupa. Hér er verzl-
unin og verkstæðið á neðri hæð-
inni, en ég bý á þeirri efri. Hins
vegar vantaði þessa þjónustu orð-
ið ákaflega mikið hér á Akureyri,
þannig að þetta gengur allt. Við
þjónum hér mun stærra svæði en
bara bænum sjálfum, allt niður á
Austfirðina.
Við leggjum ákaflega mikla
áherzlu á að vera með íslenzka,
handunna vöru í verzluninni og
meiningin er sú að nota sem mest
íslenzkt grjót. Sagað og slípaö býr
þaö yfir ótrúlegri litfegurð og er
ekki síðra en erlent. Við erum að
byggja upp úrval af þessum
munum; hringum, menum, arm-
böndum, meira að segja eyrna-
lokkum."
Gullsmíði er líka list
„Því er þó ekki að neita, að okk-
ur finnst fólk ekki gera nógan
greinarmun á handunninni vöru
og steyptri. Erlend vara, fjölda-
framleidd, er hreint að drepa okk-
ur, því framleiðsla á handunnum
gripum er mun dýrari. Það hefur
ekki heldur tekizt að fá nóg tillit
tekið til þessarar íslenzku vöru í
verðlagningu.
Þegar hugað er að verðlagningu
á handunnum munum, verður að
taka meö í reikninginn vinnuna,
svo og tímann, sem fer í að fæða af
sér hugmyndina og fínpússa hana,
áður en smíðin sjálf hefst. Gull-
smíði er vissulega iðn, en hún
getur einnig talizt listgrein, að
minnsta kosti ákveðnir þættir
hennar. Hins vegar vantar allan
skilning á því. Ekki man ég að
minnsta kosti til þess að gullsmið-
ur hafi verið orðaður við lista-
mannalaun. Þó ættu menn eins og
Leifur Kaldal, sem enginn neitar
að er listamaður, þau vissulega
skiliö.
Hins vegar hafa gullsmiðir sjálf-
ir, í hita peningabaráttunnar,
ákaflega margir misst sjónar á
listrænu gildi skartgripa. Það er
einn og einn sem enn hefur þar
rétt hugarfar og reynir þá að vekja
þessa grein upp með skapandi
framleiðslu."
Með Flosa starfar Sveinn
Guðnason, gullsmiður. Þeir lærðu
saman í Reykjavík, en fluttust til
Akureyrar, til að opna þar gull-
smíðavinnustofu síðasta ár.
82