Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 88

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 88
Auglýsing. „Reynum að gera karlmönnum á öllum aldri til hæfis“ Tískan í dag er „avant garde". Fötin eru frjálslegri og yfirleitt þægilegri, en þessi stíll hentar ef til vill ekki öllum. „Við reynum að þræða meðalveginn þannig að karlmenn á öllum aldri geti vel við unað," sagði Ragnar Guð- mundsson hjá Andersen & Lauth í stuttu spjalli við Frjálsa verzlun. Línan hjá Andersen & Lauth er að mestu leyti í takt við Vestur-Evrópu. Mikið er um einhneppta jakka, en vin- sældir tvíhnepptra virðast þó vera að aukast, sérstaklega hefur borið mikið á þannig „blazer" jökkum, sem seljast vel í dag. „Við notum aðallega efni frá Englandi og Hollandi. Við leggjum áherslu á gæði efnanna og höfum reynt að nýta okkur allar þær framfarir í tilleggi til fata, sem eru ekki síður áríðandi til að fá fallega og góða flík. Höfum við fengið leiðbeiningar þar að lútandi frá erlendum fyrirtækjum. Allur tllkostnaður hefur aukist gífur- lega, og því stöndum við verr að vígi gagnvart innflutningi en áður. Þessi iðngrein er ekki vernduð sem skyldi og nýtur ekki réttlætis til jafns við aðrar iðngreinar." Andersen & Lauth er eitt af fáum fyrirtækjum með fjölbreytt úrval af höttum, enda virðist höfuðfatnaður aftur í tísku eftir nokkra lægð. Þá eru peysur og skyrtur í fjölbreyttu úrvali í báðum verslunum A & L á Laugavegi 39 og Vesturgötu 17. „Islenskir karlmenn eru kröfuharðir á fatnað og vilja vönduð föt. Við reyn- um að gera okkar viðskiptavinum til hæfis, og tel ég að okkur hafi tekist það. Þetta er gamalt og gróið fyrirtæki og viðskiptavinum fjölgar stöðugt," sagði Ragnar. Mr. Roman mæ Finnsk wíi) úrvalsföt SL ERRA GARDURINN AQALSTRÆTI9 REYKdAVÍK- SÍMI12234 88

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.