Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 90

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 90
Auglýsing. „Tweed, tweed og aftur tweed“ Sportver hf. framleiöir Adam- son- og Kórónaföt, og eru helstu útsölustaðir í Reykjavík, Herra- húsverslanirnar í Aðalstræti og Bankastræti og verslunin Adam við Laugaveg. Þessar verslanir eru dótturfyrirtæki Sportvers. Kórónafötin eru sniðin eftir sí- gildum sniðum þar sem tísku- breytingar hafa ekki afgerandi áhrif. Kórónafötin eru einungis framleidd úr bestu fáanlegu efn- um. Adamsonfötin eru hins vegar sniðin eftir nýjustu tískusniðum og eru því síbreytileg frá einni árstíð til annarrar. Það sem ein- kennir Adamsonfötin haustið ’78 eru gróf tweed efni í margvísleg- um sniðum. Nýjasta sniðið heitir „Louis“ en þar er jakkinn tví- hnepptur og víður yfir axlir og brjóst, og með mjóum hornum. Buxurnar eru víðar að ofan með fellingum, en þröngar að neðan. Sniðið minnir mjög á tískuna frá 1930-1940. Adamson býður einnig upp á skemmtilega nýjung sem kallast „combi". Jakkinn er þá úr grófu tweed efni en buxur og vesti úr einiitu efni, og litir ávallt í sam- ræmi. Sniðið er sparilegt þegar vestið er notað en sportlegt án þess. Stakir jakkar úr tweed efnum eru nú í tísku og eru þeir fram- leiddir með leðurbótum á vösum og oinbogum sem gefa jakkanum sportlegt yfirbragð. Buxnasnið hafa breyst, nú eru þær beinar niður og með fellinga- sniði ofan til. Helstu efni eru tweed, gaberdin, twirl og rifflað flauel. 90

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.