Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 97
íþróttaskór u. þ. b. kr. 3000 og
íþróttafatnaður, þ. e. íþróttaskyrta
og stuttbuxur um kr. 8000.
Vinsældir aukizt meðal kvenfólks
Nú í vetur eru liðin 40 ár síðan
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur var stofnaö, en bad-
minton varð ekki keppnisíþrótt hér
fyrr en um 1950. Um það bil 10 ár
eru liðin síðan Badmintonsam-
band íslands (BSÍ) var stofnað, en
það er aðili að alþjóða badmin-
tonsambandinu (IBF).
Garðar sagði, að vinsældir bad-
mintoníþróttarinnar heföu aukizt
gífurlega meðal kvenfólks síðustu
ár, og einnig sem fjölskylduíþrótt. (
fyrra bauð TBR upp á sérstakar
badmintonæfingar fyrir heima-
vinnandi húsmæður, og verður því
haldið áfram í vetur. Milli 50 og 60
konur taka þátt í þessum badmin-
tonæfingum í vetur.
Garðar sagði ennfremur, að
badminton væri tiltölulega létt
íþrótt fyrir byrjendur, þar sem þeir
hefðu ekki vald á tækni, sem gerir
hana erfiða. Hins vegar væri meira
gaman aö stunda þessa íþrótt eftir
því sem maður nær meiri tökum á
tækninni.
Badminton er tvímælalaust holl
íþrótt fyrir alla, og hún er mjög
neðarlega á þeim lista yfir íþróttir,
sem geta haft hættu í för með sér
fyrir iökandann, eins og t. d.
skíðaiðkun.
Þjálfunarnámskeið fyrir byrjendur
og betri
Síðastliðna tvo vetur hefur TBR
boðiö upp á námskeiö fyrir byrj-
endur í badminton, og hafa þessi
námskeið verið mjög vel sótt.
Ennfremur er haldið námskeið
fyrir keppnisfólkið, sem vill geta
orðið leiðbeinendur í íþróttinni.
Keppnisfólk innan TBR eru um
200 manns. Skærustu stjörnurnar
hér á landi eru þau Jóhann Kjart-
ansson TBR, íslandsmeistari karla
og Kristín Magnúsdóttir TBR, (s-
landsmeistari kvenna.
Norðurlandabúar hafa löngum
iðkað badminton. Danir hafa
hæstu meðlimatölu badminton-
iðkara, en á annað hundrað þús-
und manns eru félagsbundin í
badmintonfélögum. Síðar koma
Svíar, þá Norðmenn og á hæla
þeim íslendingar og Finnar í
fimmta sæti yfir fjölda félags-
manna í badmintonfélögum.
Hús Tennis- og badmintonfé-
lags Reykjavíkur við Gnoöarvog
var tekið í notkun fyrir þremur ár-
um. Það er trégrindarhús, 1000
fermetrar að gólffleti. Auk æfinga-
salarins eru búningsklefar, sturtur
og önnur aðstaða á jarðhæðinni,
en í kjallara hússins verður senn
tekinn í notkun þrekæfingasalur
með tilheyrandi áhöldum og gufu-
bað. Síðar er fyrirhugað að koma
upp félagsheimili í húsinu. Fyrir-
hugaö er aö fyrir norðan húsið
verði einnig tveir tennisvellir.
Það má með sanni segja, að
badminton sé fyrir alla. Sumir
stunda badminton í milli 50 og 60
ár. Byrja allt frá 6 ára aldri og nota
líka efri árin til þess aó iðka þessa
íþrótt. Því ekki að hrista af sér
slenið og fara að iðka einhverja
íþrótt, trimma eða stunda badmin-
ton?
- þú geturtekit bf/
á flkureyri og sk/Ja°
fionum / aeykj*v,k e*a.
Ö/U9t' w ég beZfc cftir
/hvorum stcrtnum scm cr
°* /
VW - 1303, VW - sendiferðabílar
VW - Microbus - 9 sæta
Opel Ascona, Mazda
Toyota, Amigo, Lada Topas, Blazer
Land Rover 7 og 9 manna
Range Rover, Scout
Bilaleiga
Akureyrar
Akureyri: Tryggvabraut 14
simar 21715 og 23515, box 510
Reykjavik: Siðumúla 33 simi 86915
O V t 0»
sm