Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 9

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 9
Reiknilíkan fyrir smásölu- verslun Hjá Skipulagsstofu höfuö- borgarsvæöisins hefur veriö unniö aö þvi aö byggja upp gróft reiknilíkan af verslun- inni á höfuðborgarsvæðinu. Þeirri vinnu er nú lokið. Reiknilíkanið er kennt við Lakshmanan — Hansen og er af svokallaðri þyngdar- aflsgerð (e gravity model). Þetta reiknilíkan má nota sem hjálpartæki viö skipu- lag verslunarhverfa. Út frá framtíðaráætlunum um íbúafjölda. staðsetningu íbúðahverfa, stærð (veltu- tölur fyrir valvöru) og stað- setningu bæði núverandi og fyrirhugaðra verslunar- hverfa, er unnt að meta gróft, hversu vel einstök verslunarhverfi muni standa sig í samkeppninni við önnur verslunarhverfi. Hve mikilli veltu/m:má búast viðí einstökum verslunarhverf- um miðað við ákveðna heildarveltu á öllu svæðinu? Einnig má meta, hvaða áhrif einstök verslunarhverfi munu hafa á nærliggjandi verslunarhverfi o.s.frv. Reynt verður að svara þessum spurningum á næstunni og öðrum viðvíkj- andi skipulagningu þessara verslunarhverfa í samráöi við skipulagsyfirvöld og aóra hlutaðeigandi aöila á svæðinu. Sfvlnnslu- og fjarvlnnslunet SKÝRR Skdtitjórar Takid i notkun 1961 Aformadar lamtengingar. aam auka rakatrarðryggi utan Reykjavikur SKÝRINQAR: » Á næsta ári er og fyrir- hugað að auka frekar við netið og bæta við innheimtu á fleiri gjöldum en þing- gjöldum. í ársskýrslu SKÝRR 1980 kemur m.a. fram að nýr vél- búnaður af gerðinni IBM 4341 var tekinn í notkun á árinu. Við það jókst veru- lega afkastageta stofnunar- innar, og hafa vonir þær sem bundnar voru við hinn nýja vélbúnað staðist, eink- um að því er varðar afkasta- getu við vinnslu sívinnslu- verkefna. Þannig fjölgaði verkefnum þeim sem stofn- unin tók til vinnslu um allt að 25% frá fyrra ári. Þar kemur og fram að í lok þessa árs verður tekinn í notkun annar tölvubúnaður af sömu gerð. Með tilkomu hans eykst enn afkastageta tölvubúnaðar stofnunarinn- ar. Jafnframt verður tryggt að fullkomið varakerfi verði til staðar, og er þá sérstak- lega haft í huga öryggi vegna sívinnsluverkefna. Með hinum nýja tölvubúnaði hyggst stofnunin nýta sér þær tækninýjungar sem fram hafa komið á tölvu- markaðnum nú hin síðustu ár. í dag samanstendur sí- vinnslunetið í Reykjavík af 30 skjáum og 16 þrenturum. Flestir eru skjáir 12 og prentarar átta hjá Gjald- heimtu, en hinir eru hjá Raf- magnsveitu ríkisins, Bif- reiðaeftirliti ríkisins, Fast- eignagj. Reykjavíkur, Lög- reglu, Veðurstofu, Borgar- fógeta og Borgarspítala. Umferðaþunginn um allt netið er þegar allmikill eða um 200—300 þús. færslur á mánuði. í árslok 1980 voru starfs- menn SKÝRR 87. Af þeim voru nokkrir í hlutastarfi, þannig aö stöðugildi voru 79. Forstjóri stofnunarinnar er dr. Jón Þór Þórhallsson. Lagaleg jafnstaða allra Norður- landatungumála Fyrir liggja drög að samn- ingi ríkisstjórna Norður- landa, þar sem kveðið er á um lagalega jafnstöðu allra hinna opinberu norrænu tungumála hvar sem er á Norðurlöndum. Það eru dómsmálaráðuneyti Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, sem unnið hafa að undirbúningi þess- arar samningsgerðar, sem nær til tungumála viðkom- andi landa auk íslenzku, en eigin tungur minnihluta- samfélaga, eins og Fær- eyinga og Lappa, eru ekki með í samningnum. Samkvæmt ákvæðum samningsins myndu allir ríkisborgarar Norðurlanda hafa lagalegan rétt til aö nota sína eigin tungu í öllum samskiptum og tengslum viö opinbera aðila alls staðar á Norðurlöndum Þetta myndi sérstaklega eiga við um dómstóla og önnur yfirvöld, sem innflytj- endur, er hafa flutt sig milli landa, þurfa að eiga sam- skipti við. Allur kostnaður vegna þýðinga og túlkunar, sem framkvæmd samnings- ins leiðir af sér, mun falla á opinbera sjóði. Aðildarlönd- in að samningnum munu samkvæmt drögunum, skuldbinda sig til að koma á stofn tungumálaþjónustu, einkanlega á þeim svæöum, þar sem mikið er um inn- flytjendur frá öðrum Norðurlöndum. Ýmis opin- ber gögn og tilkynningar verða þannig gefnar út á máli viðkomandi innflytj- enda. 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.