Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 11

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 11
Ferðaskrifstofa stofnuð á ísa- firði Stofnuð hefur verið ferðaskrifstofa á ísafirði sem ber nafnið Ferðaskrifstofa Vestfjarða og tekur til starfa 10. ágúst nk. Að rekstrinum stendur hlutafélag, og eru Flugleiðir hf. stærsti aðilinn með 30% hlutafjárins. Aðrir stofnaðilar eru Ferðaskrif- stofan Úrval hf, Flugfélagið Ernir á ísafirði, Bílaleiga Bolungarvíkur, Alþýðusam- band Vestfjarða, Djúpbátur- inn hf., Bæjarsjóður (sa- fjarðar, Trygging hf. og Hótel ísafjörður hf. Fram- kvæmdastjóri, sem einnig er meöeigandi í ferðaskrifstof- Nýr hagfræðingur hjá Fíl Kristján Jóhannsson hefur verið ráðinn hagfræð- ingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, og tók hann við því starfi nú í júlímánuði. Kristján er Reykvíkingur, fæddur árið 1951. Hann varð stúdent frá Verslunar- skóla íslands vorið 1972 og Cand. Merc. frá Viðskipta- háskólanum i Kaupmanna- höfn s.l. vor. Meö náminu ytra starfaði Kjartan hjá Danmarks Statistik, en þaö er stofnun sem gegnir svip- uðu hlutverki og Hagstofa íslands. Um nýja starfið sagði Kristján að hann væri nú að setja sig inn í málin, og kynni hann ágætlega við sig. keppa við húsmæður, heldur létta þeim störfin. Maturinn er lítiö kryddaður þannig að fólk geti bætt við eftir smekk hvers og eins." Sigurður Haraldsson er Akureyringur, fæddur 10. febrúar 1944. Hann er lærð- Sigurður Haraldsson, markaðsfulltrúi Goða, með nýju réttina, sem seldir eru í smekklegum og upplýs- ur framreiðslumaður og hefur lengst af unnið við sérgrein sína, m.a. stundað hótelrekstur. Þá var hann um tíma sölustjóri hjá Sam- vinnuferðum, en markaðs- fulltrúi Goða hefur hann verið undanfarin tvö ár. Ingaríkum umbúðum, en þær eru hannaðar af Aug- lýsingaþjónustunni. unni, verður Reynir Adolfs- son, en hann hefur verið umdæmisstjóri Flugleiða á isafirði frá því 1972. Nýja ferðaskrifstofan tekur vió sölustarfi því sem unnið hefur verið á sölu- skrifstofu Flugleiða i bæn- um og verður til húsa á sama staö, Hafnarstræti 4. En aðalverkefni skrifstof- unnar verður að sögn Reynir að reyna að laða ferðamenn þangað vestur — innlenda jafnt sem er- lenda. ,,Við höfum verið frekar aftarlega á merinni í ferðamálum," sagöi Reynir í stuttu spjalli við FV, ,,og hefur nánast ekkert verið um ferðamenn hér nema á vegum Útivistar og Ferðafé- lags islands undanfarin tvö til þrjú ár. Eigendur að nýju ferðaskrifstofunni eru margir í ferðabransanum og vonumst við til að nú fari heldur að lifna yfir þessum málum hér." Nokkrum dögum eftir opnun Ferðaskrifstofu Vest- fjarða er vonast til að gisti- rekstur Hótels isafjarðar geti hafist í nýju hótelbygg- ingunni, en það sem af er sumri hefur hótelið annast gistirekstur í heimavist Menntaskólansá isafirði. Þá verða 11 gistiherbergi tekin í notkun og önnur 11 i byrjun september í haust. Um næstu áramót er ráðgert að gistiherbergjum fjölgi enn og verði þá alls orðin 33. Hótelstjóri er Sigurður Stefánsson sem búsettur hefur verið á isafirði í hálft annað ár eða svo. Nýr eigandi Sælgætis- geröarinnar Opal Um síðustu mánaðamót urðu eigendaskipti að Sæl- gætisgerðinni Opal hf. Nýi eigandinn og jafnframt for- stjóri fyrirtækisins er Einar Ólafsson, sem undanfarin fimm ár hefur verið versl- unarstjóri í Kjörbúðinni Hólagarði í Breiðholti. Um nýja starfið sagði Einar að lítil reynsla væri komin á þaö enn, því menn væru nú að koma aftur til starfa I dag eftir sumarleyfi. ,.En það þýðir ekki annað en horfa björtum augum á framtíðina," bætti hann við, ,,þó það sé náttúrlega spá- mennska að einhverju leyti." Hjá Opal vinna nú um 30 manns. 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.