Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 14
INIMLEIMT
Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri
Samband íslenzkra sparisjóða
hefur starfað í rúman áratug. Er
hlutverk þess fyrst og fremst að
efla starfsemi sparisjóðanna í
landinu, vera málsvari þeirra út á
við og gæta sameiginlegra hags-
muna þeirra, m.a. gagnvart yfir-
völdum peningamála. Sambandið
rekur eigin skrifstofu að Skóla-
vörðustíg 11 í Reykjavík, í húsi
Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis. Baldvin Tryggvason,
sparisjóðsstjóri hans er formaður
sambandsins en Sigurður Haf-
stein er framkvæmdastjóri. Við
ræddum málefni sparisjóðanna
við þá Baldvin og Sigurð en
beindum spurningum sérstaklega
til Sigurðar sem framkvæmda-
stjóra Sambands íslenzkra spari-
sjóða.
„Sparisjóöirnir stuðla að
nauðsynlegri samkeppni
innlánsstofnana og eru mjög
mikilvirkt valddreifingartæki”
FV.:
Hver er sérstaða sparisjóða í starf-
semi peningastofnana hér á landi og
hvað kallar á eða réttlætir þessa
skiptingu innan kerfisins í banka og
sparisjóði?
Svar:
Það er e.t.v. erfitt að svara þessari
spurningu tæmandi því tilgangur allra
innlánsstofnana er jú að varðveita og
ávaxta þau peningalegu gæði er fólk
aflar og dreifa þeim síðan út til eflingar
efnahagslífinu í sem víðustum skiln-
ingi. Tilgangur þessara stofnana má
því segja að sé svipaður. Munurinn á
banka og sparisjóði er hins vegar sá að
sparisjóður er stofnun sem ætlað er að
þjóna ákveðnu landssvæði, en banki er
ekki bundinn ákveðnu landssvæði. Þá
er sparisjóður stofnun er lýtur heima-
stjórn en ekki yfirstjórn annars staðar
frá. Viðkomandi sveitarstjórn kýs hluta
af stjórn hvers sparisjóðs. Fjármagni
sparisjóðs veröur ekki ráðstafað út fyrir
starfssvæði hans nema með samþykki
heimamanna. Rekstur sparisjóðs
stuðlar einnig að því að haldið sé uppi
nauðsynlegri samkeppni milli innláns-
stofnana og hann er vegna heima-
stjórnarinnar mjög mikilvirkt valddreif-
ingartæki við dreifingu fjármagns í
þjóðfélaginu. Þá má líka benda á það,
að fámennum byggðarlögum er oft
með starfsemi sparisjóðs tryggð þjón-
usta, sem aðrar innlánsstofnanir eru
ekki fúsar að veita. Sparisjóðirnir eru í
14