Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 25
„Þjóðfélagið ætti t.d. að hvetja konur til þess að verja hluta af lífi sínu til meðgöngu og barneigna og veita þeim aðstöðu til þess að vera á heimilinu. Það gengur ekki að múta fólki eða verðlauna barn- eignir. Slík aðferð veldur ekki þeirri aukningu sem um munar — að mínu mati." „Barnaheimilin leysa ekki allan þennan vanda. Allur þorri manna vill ekki eiga börn til þess að þau séu mestan tímann á barnaheimil- um.“ „Það hlýtur að koma til innflutn- ings frá öðrum löndum, enda ekki óeðlilegt þegar í hlut á land eins og (sland með góðan lífsstandard." í framhaldi af þessu gat dr. Gunn- laugur þess að víða í Vestur- Evrópu hefðu innflytjendur frá öðrum löndum orðið til þess að viðhalda fólksfjöldanum eða seinka því að fólksfækkun hefði orðið. Þannig væri það t.d. á Norðurlöndum þar sem 10—20% af heildarfjölda barnsfæðinga eru meðal innflytjenda frá hinum ýmsu löndum, svo sem Pakistan, Júgó- slavíu og Tyrklandi, og víðast væri fæðingatíöni meðal þeirra miklu hærri en meðal heimamanna. „Viss kynblöndun er góð,“ sagði dr. Gunnlaugur að lokum, „en það er ekki gott að hún komi of ört né verði of mikil. Það skapar vandamál." „TVEGGJA BARNA TÍSKAN” Hvað gera aðrar þjóðir? Það er kannski ekki úr vegi að athuga lítillega til hvaða ráða aðrar Evrópuþjóðir hafa gripið. Þessara er m.a. getið í áður- nefndu bandarísku fræðiriti: í Frakklandi njóta ógiftar mæður ákveðinna lágmarkstekna skv. lögum frá 1976. Þar eiga konur sem vinna hjá ríki og borg einnig rétt til tveggja ára barnseignarorlofs á fullu kaupi, og undir vissum kringumstæðum er ungum feðrum veitt undan- þága frá herskyldu. Og á sínum tíma gekk þáverandi forsætis- ráðherra, Michel Debré, jafnvel það langt að hann bar upp frumvarp um „fjölskylduatkvæöi" sem byggðist á því að for- eldrarfengju aukaatkvæði til ráðstöfunarfyrir hvert barn þeirra undir kosningaaldri. í Svíþjóð var barnseignarorlof á fullu kaupi fyrir nokkru lengt úr sex mánuðum í níu. Nær það til barnsmóður eða -föður, og er heimilt aö taka það út á allt að átta ára tímabili. í Austur-Þýskalandi hefur vinnuvika móður með tvö eða fleiri börn veriö stytt, barnseignarorlof lengt úr 18 í 26 vikur og ýmsar lánafyrirgreiðslur veittar, m.a. vaxtalaust lán til íbúðakaupa allt að andvirði 10.000 Bandaríkjadala. Ef viðkomandi eignast barn innan átta ára frá lántöku lækkar skuldin um 1000 dollara, og enn um 1500 dollara með öðru barni og þurrkast út við fæðingu þriðja barnsins. í Rúmeníu fjölgaði barneignum um helming á einu ári eftir að fóstureyðingar voru bannaðar með lögum árið 1966. Síðan hefur þeim fækkað er ólöglegár fóstureyðingar fóru að tíðkast og notkun getnaðarvarna jókst. í Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi hefur barneign- um einnig fjölgað hin síðari ár íkjölfartakmarkana á heimildum til fóstureyðinga. Vegna þess sem fram kemur í máli dr. Gunnlaugs Snædal um áhrif „tveggja barna tísk- unnar“ á fólksfjölgunina í landinu, leituðum við álits nokkurra á þessu „fyrirbæri“ — svo aftur sé vitnað til orða dr. Gunnlaugs: Aníta Knútsdóttir er fulltrúi í markaðsdeild Flugleiöa. Hennar maður er Þór Steinarsson, menntaskólakennari, og eiga þau tvö börn — fimm ára dóttur og sjö mánaða son. Aníta setur sitt álit fram í eftirfarandi fimm þáttum: ,,1) Vegna breyttra þjóðfélags- hátta lætur konan sér ekki nægja að eyða öllum sínum starfskröftum innan veggja heimilisins. Mögu- leikar hennar eru nú fleiri og fjöl- þættari en áðurvarog hún vill nýta þá. 2) Flestum foreldrum finnst eitt barn of lítið, en þó börnin séu tvö þá geta bæði hjónin haldið áfram að vinna úti, unnið heimilisstörfin saman og átt saman stundir með börnunum. 3) Strax og börnin eru orðin fleiri fara möguleikar foreldranna ört minnkandi að taka þátt í at- hafna- og félagslífi utan heimilis- ins. Einnig spilar fjárhagurinn inn í ef börn eru fleiri en tvö, því meðan börnin eru ung þá er það of dýrt að borga pössun fyrir t.d. þrjú börn, eða sem nemur kaupi annars aðil- ans. 4) Kröfur um húsnæði eru orðnar svo miklar að flestir miða við herbergi fyrir hvert barn. 5) Oft er það svo að langt er á milli fyrsta og annars barns í tveggja barna fjölskyldu og njóta foreldrarnir þannig betur bernsku hvers barns. Svo kemur að því að allt í einu finnst þeim þau vera orðin of gömul til að byrja á barn- eignum á ný og vilja fara að vera frjáls aftur." Ólöf Eldjárn er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta við Háskóla ís- lands. Hún er gift Stefáni Erni Stefánssyni, arkitekt, og eiga þau 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.