Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 59

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 59
Eignarrétturinn er friðhelgur, segir í íslenzku stjórnarskránni. Þrátt fyrir þessi háleitu orð, eru eignarréttinum settar margs kon- ar skorður. Þar má m.a. nefna ýmsar takmarkanir á meðferð manna á eignum sínum, ekki sízt fasteignum. Að fyrra bragði kunna menn að freistast til að halda að engan varði, hvort þeir byggi smátt eða stórt, langt eða mjótt á landi sínu. Af rækt við lífshætti feðranna kann einhver að vilja byggja þar íslenzkan bóndabæ, enda þótt inni í þéttbýli sé. Snortinn af býzanskri byggingarlist kann annar að hafa mestan hug á að reisa sér til íveru turn með gullnu hvolfþaki. Svona einfalt er málið því miður ekki. Af tilliti til náungans en þó einkum til hins opinbera er það alls ekki sama, hvernig menn byggja á landi sínu. Byggingarsamþykktir og skipulagslög sjá svo um, að í blóra við skipulagið veröa ekki einu sinni byggðir einföldustu skúrar eða sumarbústaðir, hvað þá virðulegir bóndabæir með burst og torfþaki eða turnhús með framandi hvolfþaki. Einn lítill skiki uppi í Mosfellssveit Það gerðist á því herrans ári 1966, að maöur nokkur keypti spildu úr landi Laugabóls í Mos- fellssveit. Hafði sveitarsjóði áður verið boðið að neyta forkaupsrétt- ar en hann hafnaö. Ekki hafði afsal enn fariö fram, er sveitarstjóri hreppsins skrifaði hinum lukku- lega landeiganda bréf og gerði honum grein fyrir því, að sam- kvæmt ákvæði í byggingarsam- þykkt mætti ekki reisa hús eða önnur mannvirki innan hreppsins nema með samþykki byggingar- nefndar og sveitarstjórnar og að ekki yrði yfir höfuð leyft að byggja á landinu, fyrr en ákveðið hefði verið heildarskipulag á því. Fyrir- vari um þetta var síðan ritaður á afsal fyrir landinu. Þetta hlýtur að hafa valdið eig- andanum verulegum vonbrigðum. En í stað þess að gefast upp, tók hann til þess ráðs í félagi við fimm aðra eigendur lóða úr landi Laugabóls að skrifa hreppsnefnd Mosfellssveitar bréf og sækja um heimild til þess að láta skipuleggja lönd þeirra til íbúðarhúsabygg- inga. Samkvæmt umsögn skipu- lagsstjóra var ekki talið tímabært að taka svæðiö til skipulagningar. Varð því lítið úr fyrirhuguðum íbúðarsmíðum. Hvað með sumarbústað? Þetta hlýtur að hafa dregið nokkurn kjark úr eiganda land- spildunnar, því að í næstu atrennu dregur hann mjög saman seglin. Þar fer hann þess á leit við hreppsnefndina að fá að reisa sumarbústað á landi sínu og láta hann standa þar næstu 5 árin en lofar jafnframt að skuldbinda sig til þess að fjarlægja húsiö án tafar, ef þarfir skipulagsins krefjist þess. Hét hann því að nota bústaðinn aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína en hvorki selja hann né leigja. Auk þess bauðst hann til þess að greiða gatnagerðargjald án þess að gera kröfu til gatnagerðar og frárennslislögn sem vatnslögn myndi hann sjá um sjálfur. Þessari auðmjúku beiðni eig- andans var hafnað með þeim rök- um, að svæðið væri óskipulagt og því óráðlegt aö leyfa þar nokkra byggð. I stað þess að fórna höndum í uppgjöf gagnvart kerfinu, gerði eigandi landspildunnar nú upp- reisn. Hann flutti sumarbústað úr timbri tilbúinn í heilu lagi á land sitt og lét hann hvíla þar á járngrind úr bifreið, sem bílhjól voru undir. Var umbúnaður bústaðarins þannig, að hægt var að flytja hann burt fyrirvaralaust á nokkrum mínútum, ef hann yrði í vegi fyrir skipulaginu. Að svo búnu tók eigandinn að nota bústaðinn með þeim hætti, sem tíðkast um slík hús. Sveitarstjórnin kærir eigandann En Adam var ekki lengi í Para- dís. Strax árla næsta sumars var eigandinn kærðurtil refsingarfyrir brot á öllum tiltækum ákvæðum byggingarsamþykkta og skipu- lagslaga og þess krafizt, að sum- arbústaðurinn yrði fjarlægður á hans kostnað og með niðurrifi, ef þörf krefði. Af hálfu sumarbústaðareigand- ans var því haldiö fram, að hann hefði hvorki framið neitt ólögmætt né refsivert, þar sem húsið hefði verið sett saman annars staðar og heföi verið flutt á staðinn á hjólum. Húsið væri sem hvert annað lausafé, sem skipulagslög tækju ekki til, enda mætti fjarlægja það fyrirvaralaust. Þá hélt eigandinn því enn fram sér til afsökunar, að fjöldi manns hefði reist hús í Mosfellssveit án leyfis og án þess að skipulagsyfir- völd hefðu amazt við því. Ef sér yrði refsað, væri brotið gegn þeirri meginreglu, að lög ættu að ganga jafnt yfir alla. Haldlítil vörn í forsendum dómsins var því hins vegar haldið fram, að eig- andinn hefði byrjað byggingar- framkvæmdir á landi sínu án leyfis og eftir að honum hefðu verið sér- staklega kynntar reglur þær, sem bönnuðu framkvæmdir hans. Jafnframt hefði honum verið til- kynnt af þar til bæru yfirvaldi, að byggingar yrðu ekki leyfðar á landi hans. Eftir að byggingarfulltrúi hefði stöövað framkvæmdir hans, hefði hann flutt fullbyggt hús á land sitt, staðsett það þar og síðan hagnýtt það sem sumarbústað og ekki sinnt kröfum um að flytja það burt. Hér hefði því verið brotið gegn byggingarsamþykkt og skipulagslögum. Varðandi kröfuna um brottflutn- ing hússins, var í dómnum skír- skotað til þess ákvæðis skipulags- laga, þar sem segir: Nú er bygging eða gerð mann- virkis hafin á skipulagsskyldu svæði, án þess að tilskilin leyfi séu fengin eða á annan hátt byggt en leyfi stendur til og skipulag gerir ráð fyrir og skal sveitarstjórn (byggingarnefnd) þá hlutast til um, að framkvæmdir verði þegar stöðvaöar og fjarlægt það, sem byggt kann að hafa verið án leyfis. I samræmi við þetta ákvæöi var landeigandanum gert að hlíta því, að sumarbústaður hans yrði fjar- lægður af landi hans í Mosfells- sveit og á hans kostnað og með niðurrifi, ef með þyrfti. Þar að auki var hann dæmdur í allháa sekt til ríkissjóös. H 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.