Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 76

Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 76
Rotþrær, garðlaugar, Þannig sérsmíðum við laugar af hvaða stærð sem er og fiskeldis- ker sem eru allt f rá 60 cm í þvermál í fimm metra. Gallinn hér á landi er Starfsmenn Fossplast sýna hluta framleiðslunnar — rotþrær í mismunandi stærðum. Þeir eru Finnur Óskarsson verkstjóri (t.v.) og Friðrik Gunnarsson. kúluhús... Ástráður Guðmundsson hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins Fossplast hf. frá 1979, en það var stofnað þremur árum áður. Hann iærði mótorsmíði og iðnhönnun í Þýskalandi og hannar alla framleiðslu fyrirtækisins sjálfur. Framleiðslan er marg- þætt en stærstu þættir hennar eru rotþrær fyrir mismunandi stærðir af húsum og húsa- þyrpingum, og því næst garð- laugar (öðru nafni heitir pottar) af ýmsum stærðum. Auk þess taka þeir að sér sér- verkefni ýmiss konar, og má þar nefna svonefnd kúluhús sem þeir smíðuðu fyrir Kröflu og notuð eru yfir borholur. Efniviðurinn er glertrefjastyrk- ur polyester, og er hráefnið aðkeypt frá Englandi og Þýskalandi. ,,Við framleiðum það sem ekki hefur verið framleitt áður hér á landi úr þessu efni,“ sagði Ást- ráður, ,,og hönnun öll og móta- smíði fer fram hér. Rotþrær og geymslutankar okkar eru af ýms- um stærðum og getum við gert þau fyrir heilu þorpin. Við höfum t.d. búið til rotþrær fyrir Búrfells- virkjun og einnig fyrir fjölmörg fé- lagsheimili. Sérverkefni eru geysi- lega stór hluti af framleiðslunni. að markaðurinn er óstabíll. Rot- þrær okkar hafa t.d. verið sam- þykktar af heilbrigðiseftirliti ríkis- ins. Þrátt fyrir það selst lítið af þeim til sumarhúsa. Ástæðan er ófull- nægjandi heilbrigðiseftirlit, og er þaö oft látið viðgangast að „sultu- tunnur" eru notaðar við sumar- hús. En ég held að það hljóti að vera að við höfum nóg verkefni," sagði Ástráður að lokum. Hús- næði Fossþlast er alls 500 ferm og starfsmenn allt að 10. Fiskvinnsla 11 km frá sjó Ekki áttum við von á því að rekast á fiskvinnslufyrirtæki hér — um 11 km frá sjó. En þarna stóðum við fyrir framan reisulegt hús Gletting hf. Þar er stunduð saltfiskverkun og skreiðarverkun, og auk þess rekur fyrirtækið fiskbúð. Framkvæmdastjórinn, Jó- hann Jónsson, var ekki við er okkur bar að garði, en aðstoð- armaður hans, Sigmundur Stefánsson, varð fyrir svörum: ,,Þetta er eiginlega útibú frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Þor- lákshöfn," útskýrði Sigmundur, ,,og þangað sækjum við hráefnið til saltfisk- og skreiðarverkunar- innar. Reksturinn hófst íjúní 1977 er Glettingur hf. keypti þetta hús af Straumnesi hf. Þessi framleiðsla er eingöngu til útflutnings til hinna hefðbundnu viðskiptaaðila íslands á þessum afurðum. Hér vinna að jafnaði 30—40 manns og eru þeir flestir yfir vetrarvertíðina þegar kringum 2.000 tonn af fiski koma í húsið. Þó er unnið hér árið um kring því þegar saltfiskurinn fer út úr húsinu er farið að taka inn skreiðina. Einnig er mikið að gera í fisk- búðinni hjá okkur sem þjónar stóru íbúðarhverfi hér fyrir sunnan og byggðinni í kring. Söluvarning- inn sækjum við svo til daglega og þá ekki aðeins til nágrannabyggð- anna á Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, heldur og til Sand- gerðis, Keflavíkur og Giindavík- ur.“ d 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.