Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 78

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 78
„Kvörtum ekki undan verkefnaleysi” Byggingafyrirtæki eru hér fjölmörg eins og áður getur, og rákum við inn nefið hjá nokkr- um. Fyrst var gengið í garð hjá Selós sf. Það er sameignarfé- lag og eru eigendur þrír, þeir Hilmar Björnsson, Skarphéð- inn Sveinsson og Stefán Jóns- son. Hjá þeim starfa að jafnaði 20—25 manns. ,,Okkar stóra verkefni nú," sagöi Hilmar Björnsson er hann gekk með okkur um verkstæðiö sem er um 550 ferm að stærð, ,,er Félagsheimilið, og erum við að koma efsta hluta byggingarinnar á fokhelt stig. Þar verður hótelað- staöan með um 25 gistiherbergj- um. Við vorum líka með í byggingu íþróttahússins og höfum þegar byggt tvær raðhúsalengjur í íbúðahverfinu hér sunnar í bænum, en skv. skipulagi eiga þær að verða sex. Þá framleiðum við hér Hansahillur og -skápa sem Eigendur Selós sf.: frá vinstri, Skarphéðinn Sveinsson, Stefán Jónsson og Hilmar Björnsson. við seljum víða um land þó stærsti markaðurinn sé í Reykjavík. Hönnun þessarar framleiðslu er aðkeypt — frá Hansa í Reykjavík." Mikið er byggt á Selfossi og þótt byggingafyrirtækin séu mörg sagði Hilmar að þeir þyrftu ekki að kvarta undan verkefnaskorti. ,,Við höfum allt sem við komumst yfir að gera." Aætluð framleiðsla í ár er 80 hús Stærsti húseiningaframleið- andi á landinu er fyrirtækið Einingahús Sigurðar Guð- mundssonar. Jafnframt er það með elstu framleiðendum húseininga — hóf starfsemi árið 1965. í fyrstu var fram- leiðslan ekki mikil að vöxtum en með árunum hefur hún aukist og um leið hefur hún þróast afar mikið. í fyrra voru t.d. framleidd um 60 hús með og án bílskúra og í ár er reikn- að með allt að 80 húsum. Hús- in eru seld um land allt, og lætur nærri að uppsett hús frá verksmiðjunni nálgist nú 500. Framkvæmdastjóri Einingahúsa er Guðmundur Sigurðsson og hjá honum starfa um 40 manns í framleiðslu og á skrifstofu. Verk- smiðjuhúsnæði það sem nú er í notkun er 3.000 ferm, en í fram- 78

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.