Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 89

Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 89
Sex viðskiptafræðinemar gera könnun á markaði fyrir timbureiningahús: Umtalsverö stækkun markaðarins ætti að vera möguleg ef vissar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi „Viö höfum reynt að gera grein fyrir markaði timbur- einingahúsa og setja okkur í spor söluráðgjafa. Rakin hafa verið ýmis sölufræðileg vandamál þessara fyrirtækja og reynt að benda á leiðir til úrbóta. Helstu niðurstöður okkar um markvissar leiðir til úrbóta eru: 1. Auknar auglýsingar til að: a) eyða fordómum gagnvart timbureiningahúsum b) sveipa húsin „sveitarómantík" c) vekja athygli á styttri byggingartíma d) vekja athygli á alkalískemmdum stein- húsa. 2. Breyting á greiðsluskilmálum. 3. Vel kynntar umboðsskrifstofur, sérstaklega á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. 4. Nýta kosti stórrekstrar. Með ofangreindar niður- stöður að leiðarljósi ætti umtalsverð stækkun markaðarins að vera möguleg." Þannig hljóða niðurlagsorð í ritgerð sem sex viðskiptafræði- nemar á þriðja ári við Háskóla Islands hafa unnið sem hluta náms í Sölu II. Fjallar hún um timburhúsamarkaðinn hér á landi. Höfundarnir eru Guð- mundur St. Jónsson, Halldór Arason, Ingi K. Magnússon, Jón Heiðar Guðmundsson, Ólafur Jón Ingólfsson og Sigurður E. Ragnarsson. Verða hér raktir helztu þættir í ritgerð þeirra. Framleiðendur í þessum kafla er ætlun okkar að líta á hin ýmsu atriði er snúa að framleiðendunum. Ætlun okkar er ekki sú að gera neina úttekt á framleiðslunni sem slikri, slíkt látum við öörum eftir, heldur er astlun okkar að fjalla um hvaðan framleiðendur fá efni í framleiðslu sína, hvernig þeir koma framleiðslunni á markað og fleira í þeim dúr. Þetta unnum við þannig að við höfðum samband við flesta stærstu framleiðendur á landinu óg eftirtaldir aðilar veittu okkur aðstoð sína við gerð þessarar ritgeróar: Húsasmiðjan hf., Reykjavík. Húseiningar hf., Siglufirði. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Hlöðum, Fellahreppi. Trésmiðja Sigurðar Guðmunds- sonar, Selfossi. Trésmiðjan Ösp hf., Stykkis- hólmi. Ofangreindum aðilum voru sendar fyrirspurnir, sem þeir síðan ætluðu að senda okkur svör við, bréfleiðis, en þegar til átti að taka gekk flestum erfið- lega að koma þessum bréfum frá sér og við þurftum að hafa símasamband við þá og fá þeirra svör þannig. Við teljum ekki ástæðu til að koma með allar spurningarnar hér, enda er það greinilegt á kaflaheitum hvað það er sem við höfum spurt um. Þessi athugun okkar mun ná yfir kafla a-e, en þar á eftir fjöllum við um innflutning timburhúsa og síðast fjöllum við um reglugerðir sem tengdar eru byggingu timburhúsa. 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.