Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 13

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 13
 Sigtryggur Helgason. Jóhann Jóhannsson. FREMSTVINNA ingar tveggja fyrirtækja í sömu at- vinnugrein felst einkum í betri nýt- ingu á starfsfólki, betri nýtingu fjár- muna og minni kostnaði við yfirstjórn fyrir utan margháttað annað hagræði. Samanlagður starfsmannafjöldi Brim- borgar og Veltis var 120 fyrir sam- eininguna en nú starfa 64 hjá Brim- borgu og hefur þó í engu verið dregið úr þjónustu eða starfseminni á neinu sviði nema síður sé. Öll verkstæðis- og varahlutaþjónusta fyrirtækisins, að undanskildu réttingar- og máln- ingaverkstæði, er nú á einum stað að Bíldshöfða 6 en það húsnæði var keypt með Velti. í austurendanum er fullkomið vörubflaverkstæði en í vesturendanum eru fólksbflaverk- stæði og varahlutaverslun. Söludeild og skrifstofur Brimborg- ar eru nú til húsa í vistlegum sýning- arsal í Skeifunni 15 þar sem Volvosal- urinn er. Brimborg hafði áður alla sína starfsemi í eigin húsnæði að Armúla 23 þar sem réttingar- og málningar- verkstæði fyrirtækisins er nú til húsa. Óhætt er að segja að algengara er við samruna fyrirtækja að stærra fyrirtækið yfirtaki smærra fyrritæki. Hér snérist dæmið við. Volvo-um- boðið á íslandi byggir á áratuga hefð og kaupendahópur Volvo hefur reynst vera mjög stöðugur í gegnum tíðina. Heildarsala Veltis nam á árinu 1987 alls 904 milljónum króna sem er á núverandi verðlagi á milli 1100 og 1200 milljónir króna. Vert er að hafa í huga að árið 1987 var algert metár í bflasölu á íslandi. En hverjir eru þessir athafnasömu menn sem jafnan eru kenndir við Dai- hatsu-umboðið? Þeir eru báðir um fimmtugt. Jó- hann Jóhannsson er ættaður norðan úr Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið frá Þórshöfn á Langanesi. Hann er bif- vélavirki að mennt. Sigtryggur Helgason er ættaður úr Vestmanna- eyjum, viðskiptafræðingur að mennt. Samstarf þeirra félaga hófst fyrir 25 árum, árið 1963. Þá störfuðu þeir hjá Þ.Jónssyni & Co. Ári síðar stofn- aði Jóhann bifreiðaverkstæðið Ventil ásamt Óskari Engilbertssyni. Sig- tryggur sá um bókhald fyrirtækisins. Arið 1969 stofnsetti Jóhann Toyota varahlutaumboðið ásamt öðrum. Sig- tryggur varð hluthafi í fyrirtækinu 2 árum síðar. Þetta fyrirtæki seldi varahluti eins og nafnið bendir til en varð ekki síður þekkt fyrir mikla sölu á Toyota saumavélum sem þeir byrj- uðu að flytja inn árið 1974. Strax á öðru ári náðu þeir 50-60% sauma- 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.