Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.10.1988, Qupperneq 14
 FORSÍÐUGREIN vélamarkaðarins m.a. fyrri tilstilli myndarlegs auglýsingaátaks. Haustið 1976 héldu þeir Jóhann og Sigtryggur til Japan og fengu Dai- hatsu umboðið. Japanimir þekktu þá ekki neitt en sýndu þeim traust og létu þá fá umboðið. Uppfrá því hefur samstarf Brimborgar og japönsku framleiðendanna ávallt gengið með ágætum og byggst á gagnkvæmu trausti. Fyrstu 2 bílarnir komu til landsins í mars 1977. Þeim tókst að selja 63 bfla fyrsta árið og 88 bfla árið 1978. Daihatsu Charade vakti mikla athygli þegar hann sigraði í sparakst- urskeppninni á íslandi haustið 1978 og rauf þá meira en 10 ára sigurgöngu Citroen á því sviði. Arið 1979 varð svo úrslitaárið fyrir útbreiðslu Daihatsu á íslandi. Þá tókst að tífalda söluna er ráðist var í stórinnkaup á Daihatsu bflum frá Hol- landi og seldir 917 bflar. Þar með var Daihatsu-umboðið komið í fremstu röð bifreiðainnflytjenda á Islandi og hefur verið það æ síðan. Nú, er alls hafa verið seldir meira en 6000 Dai- hatsubflar á Islandi, leggja þeir Jóhann og Sigtryggur út í nýja landvinninga, með kaupum á Volvoumboðinu Velti. Eftir sameiningu fyrirtækjanna þjónar Brimborg um 14.000 bflum af Dai- hatsu- og Volvogerð. Það er rúmlega tíundi hluti bifreiðaeignar lands- manna. Frjáls verslun hitti þá Jóhann og Sigtrygg að máli rétt fyrir jól og spurði þá hver þeirra fyrstu viðbrögð hefðu verið þegar Veltir hf. stóð þeim til boða. „Þetta kom okkur vægast sagt á óvart þótt við hefðum eins og aðrir heyrt um vissa erfiðleika hjá Velti“. Jóhann var með eiginkonu sinni í sum- arleyfi á Spáni í júní þegar hann frétti af því að Veltir hefði sagt upp 40 starfsmönnum á verkstæði sínu. „Einn af starfsmönnum Veltis var með okkur í ferðinni og hann sagði mér frá þessu. Það var kannski einn lítill fyrirboði í þessari ferð að eigin- FRJÁLS VERSLUN 0G STÖD 2 VEUA: MENN ÁRSINS1988 í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI Frjáls verslun og Stöð 2 ákváðu á sl. hausti að gangast fyrir vali á manni eða mönnum ársins í viðskiptalífinu á Islandi. Utnefningar af þessu tagi eru vel þekktar á öðrum sviðum þjóð- lífsins og víða um heim gangast fjölmiðlar eða aðrir fyrir árlegu vali á mönnum sem þótt hafa náð frábærum árangri á vett- vangi viðskipta og atvinnulífs. Einn megintilgangur Frjálsrar verslun- ar og Stöðvar 2 með þessari útnefningu er að vekja athygli á þvf sem vel er gert í viðskiptalífinu og hvetja til jákvæðrar um- fjöllunar um viðskipti og atvinnustarfsemi. Mönnum þykir nóg orðið um alla þá nei- kvæðu umræðu í fjölmiðlum sem komin er út fyrir skynsamleg mörk og ótvírætt tek- in að valda skaða ein sér. Sexmannanefnd er ábyrg fyrir valinu. Nefndina skipa Ámi Vilhjálmsson prófess- or í viðskiptadeild Háskóla íslands, Er- lendur Einarsson fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, Sig- urður Helgason stjórnarformaður Fiug- leiða, Sighvatur Blöndahl framkvæmda- stjóri markaðssviðs Stöðvar 2, Ilelgi Magnússon ritstjóri Frjálsrar verslunar og Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks en hann er jafnframt for- maður nefndarinnar. Nefndarmenn skiptust á skoðunum urn fjölda forsvarsmanna fyrirtækja sem taldir voru koma til greina úr ýmsum áttum í viðskiptalífinu. Rekstrarform eða stærð fyrirtækja skipta ekki máli í þessu sam- bandi. Það er fyrir árangur í rekstri og framkvæmd góðra hugmynda sem þessi viðurkenning er veitt. í öllu því svartsýnistali um viðskipti og atvinnulff sem nú gengur yfir var það mikið ánægjuefni að finna hve margir menn komu til álita og voru taldir verðir þess að hljóta þessa viðurkenningu. Sem betur fer er víða verið að ná árangri og vinna vel í viðskiptalífinu á íslandi. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.