Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 15

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 15
Jóhann og Sigtryggur á fundi með börnum sínum þeim Kristbjörgu Sigtryggsdóttur, Margréti Jóhannsdóttur og Agli Jóhannssyni. konu minni var færður Volvokveikjari að gjöf“ segir Jóhann og brosir við. —Hverjar voru í ykkar huga helstu forsendur sameiningarinnar? „Við sáum fyrst og fremst mögu- leika á að ná aukinni markaðshlutdeild með fjcilbreyttara úrvali af bílum og byggja upp stærri og hagkvæmari En nefndin þrengdi hringinn og komst að þeirri samhljóða niðurstöðu að menn ársins 1988 í viðskiptalífinu á íslandi væru stjómendur Brimborgar hf. þeir Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Helgason. Þeir hafa byggt fyrii'tækið Brimborg hf. hratt og örugglega upp af mikilli eljusemi og dugnaði. Þeir hafa iítið verið í sviðsljósi fjölmiðla en einbeitt sér að því að ná ár- angri í rekstrinum. Þeir hafa látið verkin tala. Árið 1988 er viðburðaríkt tímamótaár í sögu fyrirtækisins en þá keyptu þeir ann- að bflafyrirtæki, Volvoumboðið Velti hf.. Sameining fyrirtækjanna gekk hratt og ör- ngglega fyrir sig og eftir stendur Brim- borg hf. sem eitt allra stærsta bílainnflutn- mgsfyrirtæki landsins með megináherslu á smábfla Daihatsu frá Japan og hinn þekkta Volvo frá Svíþjóð. Ætla má að fyrirtækið sé mjög hagkvæm rekstrarein- ing eftir kaupin á Velti hf. m.a. vegna færri starfsmanna og betri nýtingar á húsnæði. Brimborg hf. ætti því að standa vel að vígi í þeirri hörðu og harðnandi samkeppni sem ríkir í bifreiðainnflutningi til Islands, en árið 1989 verður líklega allri greininni erf- itt vegna þess samdráttar í bflainnflutningi sem spáð er eins og fram kemur í grein Valþórs Hlöðverssonar í þessu blaði. Það er dæmigert fyrir hógværð þeirra Jóhanns og Sigtryggs að þegar þeim var tilkynnt um að Frjáls verslun og Stöð 2 hefðu valið þá menn ársins 1988 færðust þeir fyrst undan að móttaka viðurkenning- una. Þeir voru þakklátir fyrir þann heiður sem þeim var sýndur en sögðu að það hlytu margir aðrir að eiga þetta frekar skilið en þeir. Jafnframt bentu þeir á að erfiðir tímar væru framundan í bflgreininni og þeir ættu mikið eftir ógert. Víst er það svo að dugmiklir athafna- menn eiga alltaf mikið eftir ógert og þeir Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Helga- son munu væntanlega halda áfram að vinna störf sín í kyrrþey — og láta verkin tala. MINOLTA LJÓSRITUNARVÉLAR NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö! Sú ódýrasta á markaðnum. D-100 Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. Lágt verö og rekstarkostnaður. MINOLTA EP50 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. Ekjaran ÁRMÚLA 22, SlMI (91) 8 30 22. 106 REYKJAVlK 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.